Við erum með góðar fréttir og slæmar fréttir, sögðu læknar við 49 ára gamlan Japana sem hafði gengist undir skurðaðgerð vegna æxlis.
Og sjúklingurinn varð furðu lostinn þegar læknar sögðu honum að æxlið hefði reynst vera 25 ára gamalt sjúkrahússhandklæði.
Sjúklingurinn hafði haft handklæðið innvortis frá árinu 1983, þegar skurðlæknar á Asahi General-sjúkrahúsinu í Chiba, nærri Tokýó, gleymdu því þar þegar þeir skáru hann upp við magasári.
Í rannsóknum, sem maðurinn hafði gengist undir vegna sárra verkja, kom æxlið í ljós. Læknar töldu það vera illkynja átta sentimetra æxli sem yrði að fjarlægja.
Handklæðið var grænblátt en við vitum ekki hvernig það var á litinn í upphafi, sagði talsmaður sjúkrahússins og bætti við að handklæðið hafi verið krumpað í einskonar boltaform.
Yfirmenn Asahi-sjúkrahússins heimsóttu manninn og báðu hann margfaldlega afsökunar en sjúklingurinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, hefur ákveðið að fara ekki í mál við spítalann.
2008-06-02
Þýskar strendur í spænsku landi......
Fær bætur vegna of margra Þjóðverja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bresk hjón, sem fengu glasafjóvgun, höfnuðu nýfæddum tvíburum sínum vegna þess að þær voru stúlkur og skildu þær eftir á spítalanum strax eftir fæðinguna. Hjónin eru af indverskum ættum en breskir ríkisborgarar, búsett í Birmingham. Þau höfðu farið til Indlands til að fá tæknifrjóvgun vegna þess að þeim hefði verið hafnað um aðgerðina í Bretlandi sökum aldurs. Móðirin er 59 ára og eiginmaður hennar 72 ára.
Þau tjáðu læknunum á New Cross spítalanum í Wolverhampton, þar sem tvíburarnir voru teknir með keisaraskurði fyrir hálfum mánuði, að þau vildu ekki börnin því þau væru af vitlausu kyni.
Dagblaðið The Sun segir að eiginmaðurinn hafi þá líka spurt læknana hvað langur tími þyrfti að líða þar til eiginkona hans gæti talist nægilega hress til að fara til Indlands í aðra glasafrjógvunaragerð í þeirri von að eignast dreng til að viðhalda fjölskyldunafninu.
Talsmaður spítalans í Wolverhampton hefur staðfest að börnin séu á spítalanum og heilsist vel, að sögn The Times. Ráðgert sé að flytja þau á spítala í Birmingham, heimaborg foreldrana, þar sem ekki var pláss á fæðingardeildinni fyrir fæðinguna. Talsmaðurinn staðfesti jafnframt að tvíburarnir hefðu ekki fengið eina einustu heimsókn.
Val á börnum eftir kyni við tæknifrjóvganir er bannað með lögum í Bretlandi. Vitað er að meðal fjökyldna af indverskum uppruna í Bretlandi eru sveinbörn eftirsóttari. Könnun leiðir í ljós að á árunum 1990 til 2005 fæddu indverskar konur í Englandi og Wales 1.500 færri stúlkur en gera hefði mátt ráð fyrir.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
2008-05-30
eurovision og fleira............
2008-05-20
Afmæli og skírn!Og myndir.....
hej alle i huppa
Minn elskulegi pabbi(tengdó) varð 60 ára þann 18 maí og óska ég honum innilega til hamingju með daginn.Sama dag bárum við Siggi minn litla manninn til skírnar, og hlaut hann nafnið Kristófer Örn Sigurðarson.Okkur fannst vel við hæfi að skíra hann á þessum merkisdegi, afa sínum til heiðurs!Amma hans hélt á honum undir skírn sem heppnaðist ofsalega vel, og mikið voru þau yndisleg samann .Presturinn sem skírði Kristófer Örn heitir Hólmgrímur Bragason og er yndislegur prestur.Það voru teknar nokkrar myndir og mun ég setja inn smávegis sýnishorn af allri gleðinni.Mikið fann ég fyrir því hvað ég er rík að eiga þessi fallegu börn og yndæla fjölskyldu.
meira seinna kv Adda Laufey.
Kristófer að fá nafnið sitt, amma heldur á honum.
Erum við ekki sæt, amma mín og litli prinsinn
Flottur hópurinn minn
M&P Í afmælinu
2008-05-17
Yndislegt lag.
2008-05-06
Crazy Jokes
Three men wanted to cross a river. They had no idea how to cross it, so one man knelt down on his knees and prayed "Lord give me the power and strength the cross the river." suddenly the man became very strong and swam across the river. The next man thought: if it worked for him, it'll work for me. So he knelt down and prayed "Lord give the skills and the strength to cross the river." the man built a canoe and paddled himself across the river. The last man thought: if it worked for both of them, I know it'll work for me. So he also knelt down and prayed "Lord give me the wisdom and knowledge to cross the river." He turned into a woman and walked across the bridge.
Tveir stóðu fyrir framan himnaríki sem hétu Jói og Kalli.
Jói spurði: hvernig dóst þú?
Kalli: ég fraus til dauða, en þú
Jói: ég dó úr hamingju
Kalli: hvernig getur maður dáið úr hamingju
Jói: fyrsta daginn kom ég heim og allt var hreint, konan mín tekur aldrei til þannig að ég vissi að hún var að halda fram hjá, ég leitaði um allt hús en fann engan.
Annan daginn kom ég heim og það var matur á borðinu, kona mín eldar aldrei þannig að ég vissi að hún var að halda fram hjá svo að ég leitaði út um allt en fann engan.
Þriðja daginn kom ég heim og fann blóm á borðinu, konan mín kaupir aldrei blóm þannig að ég vissi að hún var að halda framhjá ég leitaði um allt en fann engan þannig að ég hreinlega dó á staðnum.
Kalli: AULINN ÞINN ef þú hefðir bara opnað ísskápinn værum við báðir á lífi.
Eldri kona fór í læknisskoðun sem gekk mjög vel. Eftir nokkra þögn leitar konan ráða og segir: Við hjónum höfum ekki elskast í mörg ár. Hvað getur maður gert til að auka kynlöngun mannsins míns?
Hefurðu prufað Viagra spyr læknirinn.
Hann vill ekki einu sinni taka inn verkjalyf þó hann sé með höfuðverk segir konan.
Ég kann ráð við því segir læknirinn. Þú mylur Viagratöflurnar og setur út í kaffið hjá honum og hann tekur ekki eftir neinu.
Konan varð mjög glöð og yfirgaf læknastofuna í flýti.
Viku síðar kemur hún aftur niðurbrotin og brúnaþung.
Læknirinn spyr hvernig hafi gengið. Herilega, segir konan, herfilega.
Virkaði ekki ráðið eins og ég sagði þér spyr læknirinn.
Jú það virkaði mjög vel. Hann reif sig strax úr öllum fötum og tók mig á matborðinu. Það er besta kynlíf sem við höfum haft í 25 ár.
Hver er þá vandinn spyr læknirinn?
Ég get aldrei aftur látið sjá mig á McDonalds, segir konan.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2008-04-30