2008-06-20
snúrudjöfullinn
Þjófur leikur lausum hala á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2008-06-17
Flottar myndir frá Svíþjóð!
Einn vinsælasti og áhrifamesti þáttastjórnandi í bandarísku sjónvarpi, Tim Russert, lést í dag.
Russert, sem var aðeins 58 ára gamall, féll saman við vinnu sína þegar hann var að raddsetja sjónvarpsefni á skrifstofum NBC fréttastofunnar í Washington, sem hann veitti einnig forstöðu.
Þaðan hefur vikulega verið sendur út hinn vikulegi fréttskýringa- og umræðuþáttur Russerts, Meet the Press.
Banamein Russerts var að líkindum hjartaáfall. Sjúkraliðum tókst að vekja hann til meðvitundar í stutta stund en hann virðist hafa látist á leiðinni í sjúkrabílnum á spítala eða við komuna þangað. Hann var nýkominn til vinnu úr sumarfríi með fjölskyldunni á Ítalíu.
Fréttastofa NBC verður ekki söm án sterkrar og skýrrar raddar hans, sagði Tom Brokaw, aðalfréttaþulur NBC til margra ára þegar hann minnstist Russerts og flutti frét NBC af láti hans í dag (sjá myndskeið hér að neðan).
Russert lætur eftir sig eiginkonu og uppkominn son.
Birnir Orri Pétursson og Lucia Celesta Molina Sierra krefjast 3,5 milljóna króna í miskabætur í meiðyrðamáli sínu gegn umsjónar- og ábyrgðarmönnum Kastljóss.
Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Birnir og Lucia eru sonur og tengdadóttir Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra. Þau stefndu Páli Magnússyni útvarpsstjóra, Þórhalli Gunnarssyni, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, Sigmari Guðmundssyni og Helga Seljan vegna umfjöllunar Kastljóss um óvenju greiða afgreiðslu á íslenskum ríkisborgararétti Luciu. Björn og Lucia telja umfjöllun þáttarins hafa verið ærumeiðandi og brot á friðhelgi einkalífs þeirra.
Hin stefndu kröfðust öll sýknu.
Fréttablaðið fjallar um málið í dag: Birnir og Lucia sögðu að umfjöllunin hefði komið illa við þau persónulega og Birnir taldi hana hafa verið óvandaða. Ég átti bágt með að trúa þessu. Ég hélt að þetta væri misskilningur sem yrði leiðréttur, sagði hann. Þetta var eins og herför gegn mömmu minni og hafði brag æsifréttamennsku. Ég var sár að fjölskyldan mín fengi klíkustimpil á sig - eins og hún væri hafin yfir lögin.
Umfjöllunin kom illa við Luciu. Við tókum þetta óskaplega nærri okkur. Mér fannst óþægilegt að það væri strax ljóst að þetta væri ég. Mér fannst þeir nota mig til að ná til Jónínu. Ég missti vinnu vegna þessa því margir trúðu umfjölluninni. Ég fann fyrir tortryggni frá fólki, sagði hún.
Kastljóssmenn lögðu hins vegar áherslu á það í dóminum að umfjöllunin hefði ekki beinst að persónu Luciu, heldur að vinnubrögðum stjórnmálamanna. Við vorum ekki að fjalla um Luciu og Birni, heldur um meðferð valds og veitingu ríkisborgararéttar sem er ákaflega heilagur réttur. Þetta snerist um það hvernig stjórnmálamenn og embættismenn fara með vald sitt, sagði Sigmar Guðmundsson. Fréttamennirnir vísuðu á bug ásökunum um að málið hefði átt sér pólitískar rætur. Það er fjarstæðukennt, sagði Helgi Seljan.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rúmlega fjögur þúsund börnum í Kína hefur verið gefið nafnið Aoyun eða Ólympíuleikar, vegna Ólympíuleikanna sem verða í Kína í ágúst.
Upplýsingastofa um persónuskilríki segir í blaðinu Peking Youth Daily að 92% af þeim 4.104 börnum sem beri þetta nafn séu drengir.
Tæplega 680 börn fengu nafnið árið 1992 þegar Peking sótti fyrst um að fá að halda leikana og önnur 553 börn fengu nafnið árið 2001, þegar tilkynnt var að Peking héldi leikana árið 2008.
Löng hefð er fyrir því í Kína að nefna börn eftir atburðum og mörg börn fengu nafnið Byggjum landið eða Verjum Kína, eftir að Kínverska alþýðulýðveldið var stofnað árið 1949.
2008-06-09
Albínóum útrýmt í Tansaníu
Albínóar í Tansaníu lifa við útskúfun í samfélaginu og eru þeir hundeltir af glæpamönnum sem elta þá uppi og myrða þá. Víða í Afríku er talið að líkamsleifar albínóa búi yfir töframætti og töfralæknar vilja ólmir kaupa bein þeirra, hár og húð, en einnig eru líkamshlutar þeirra seldir einkaaðilum.
Salvator Rweyemamu, talsmaður ríkisstjórnari Tansaníu, segir í viðtali við New York Times að ríkisstjórnin sé uggandi vegna þessa máls.
Albínóar eru algengir í Afríku og eru samkvæmt New York Times einn af hverjum 3.000 íbúum þar en hins vegar aðeins einn af hverjum 20.000 manna í Bandaríkjunum.
Ungir albínóar eru eftirsóknarverðir af glæpamönnunum og í New York Times er haft eftir móður 17 ára albínóastúlku í Tanzaníu að henni hafi beinlínis verið slátrað af tveimur mömmun sem réðist inn á heimili þeirra.
Margir albínóar hafa leitað aðstoðar hjá Tanzanian Albino Society, sem getur þó lítið gert nema útdeila höttum og gleraugum til að vernda þá í sólinni.
Yfirvöld hafa þó gripið til aðgerða og eru að undirbúa að aka albínóbörnum undir vernd til og frá skóla. Við höfum einnig tekið frá sæti í ríkisstjórninni fyrir albínóakonu til að sýna að við stöndum með þeim í þessari baráttu, segir Salvator Rweyemamu.
Thomas Beatie, karlmaðurinn sem á von á barni eftir fjórar vikur, er í opinskáu viðtali í newsoftheworld þar sem hann lýsir tilhlökkun og eftirvæntingu sinni og eiginkonu sinnar Nancy. Þar eru líka birtar margar myndir af þungun Thomasar svo og fjölskyldumyndir, sem vert er að líta á.
Thomas er kominn 36 vikur á leið og er í sjöunda himni. Hann segist hugsa um það á hverjum degi að eftir fjórar vikur muni hann halda á dóttur sinni í fanginu.
Barnaherbergið er tilbúið og bleium hefur verið raðað upp.
Við erum búin að velja nafn á hana en það er leyndarmál þangað til hún kemur í heiminn, segir Thomas. Fjölskyldur okkar og vinir hafa stutt okkur með ráð og dáð og okkur langar í fleiri börn, segir Thomas, en þau hjón ætla ekki að taka ákvarðanir um frekari barneignir strax.
Thomas, sem er 34 ára gamall, stillti sér upp nöktum fyrir ljósmyndara þar sem meðal annars er mynd af honum að raka sig og hann lætur handlegginn hvíla á bumbunni.
Myndir úr fortíðinni sýna breytinguna á honum frá því hann var fegurðardís á Hawai þangað til hann breyttist í þann mann sem hann er í dag.
Thomas fór í kynskiptaaðgerð en lét ekki fjarlægja eggjastokka og leg svo hann gæti eignast börn.
Hér er hægt að skoða myndir af Thomasi.
Gambísk hjón hafa verið ákærð í Noregi fyrir limlestingu á kynfærum dætra sinna sem þau létu umskera í Gambíu. Á fjórum árum hafa um 500 konur leitað til sérstakrar deildar sem rekin er fyrir umskornar konur á norsku sjúkrahúsi.
Lögreglan í Noregi segist hins vegar fá tilkynningar reglulega um umskurð á stúlkum sem framkvæmdur er í Noregi. Í samfélagi fólks af afrískum uppruna í Osló hafa lengi heyrst áhyggjur af því að afrískar stúlkur sem fæðast og alast upp í Noregi séu umskornar í landinu. Konur, sem stunda umskurð á konum og eru búsettar í Bretlandi, Hollandi og Sómalíu, munu samkvæmt upplýsingum þessa fólks ferðast reglulega til Noregs í þeim tilgangi að gera slíkar aðgerðir.
Það er full ástæða til að taka þessar raddir alvarlega, segir á vg.no.
Það streyma jafnt og þétt til okkar upplýsingar um umskurð í landinu, segir Kristin Rohde, yfirmaður sérdeildar í lögreglunni.
Við höfum líka heyrt að fólk innan okkar eigin heilbrigðisþjónustu stundi umskurð á konum, sem okkur þykir enn alvarlegra.
Á sjúkrahúsinu í Ullevål er sérstök deild fyrir umskornar konur. Þar hefur verið umtalsverð aukning kvenna sem leita til deildarinnar, en í allt hafa 500 konur leitað til deildarinnar sem opnaði árið 2004.
2008-06-05
Veldi Opruh Winfrey að líða undir lok?
Hún er kona sem getur selt bækur í milljónum eintaka, látið drauma rætast, og breytt lífum.
En getur það verið að Ameríka sé orðin þreytt á uppáhalds sjónvarpskonunni sinni, henni Opruh Winfrey?
Dagblaðið The New York Times segir að vinsældir Opruh fari stöðugt dalandi.
Á þessu ári minnkaði áhorf á spjallþáttinn hennar um sjö prósent, og er það þriðja árið í röð sem það hefur minnkað.
Dreifing tímaritsins hennar, O, The Oprah Magazine, hefur fallið um meira en tíu prósent síðasliðin þrjú ár, og nýlegur raunveruleikaþáttur sem hún framleiddi, Oprahs Big Give, varð aldrei eins vinsæll og vonast var til.
Sagt er að stuðningur Opruh við Barack Obama sem hugsanlegan frambjóðanda til forsetakosninganna í Bandaríkjunum, hafi líka orðið til þess að hún tapaði mörgum aðdáendum sínum.
Áhorfshópur Opruh samanstendur helst af hvítum konum á miðjum aldri, sem flestar eru stuðningsmenn Hillary Clinton, og mörgum þeirra finnst Oprah hafa brugðist.
Fyrir ekki svo löngu síðan var hún eins og páfinn, segir Janice Beck, höfundur bókarinnar The Age of Oprah.
Mörgum aðdáenda hennar, sem eru ekki demókratar, eða sem styðja Hillary Clinton, finnst hún hafa svikið sig.
Það sem af er þessu ári hefur Oprah dregið sig í hlé frá herferð Obama, sem þýðir að hún hefur hugsanlega gert sér grein fyrir þeim neikvæðu áhrifum sem stuðningur hennar við hann gæti haft á ímynd hennar.