Færsluflokkur: Ljóð

Ölöf frá Hlöðum,ljóðskáld.(æviágrip)

Æviágrip

Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum

 

 

Ólöf frá Hlöðum var ein af fáum kvenskáldum sem gátu sér orðs á 19. öld. Ljóðakver kom fyrst út eftir hana árið 1888 og var það með fyrri ljóðabókum sem út komu eftir konu á Íslandi. Ólöf orti undir áhrifum frá raunsæisstefnunni og bera ljóð hennar skýran vott sjálfstæðrar hugsunar konu sem engan lét kúga sig til hlýðni, og verður það að teljast nokkuð óvenjulegt á þeim tíma.

Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum fæddist að Sauðadalsá á Vatnsnesi 9. apríl árið 1857. Árið 1906 ritaði hún ritgerð í blaðið Eimreiðina, þar sem hún segir frá fyrstu árum sínum. Við skulum gefa henni orðið:

,,Ég fæddist 1857 á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Þegar ég man fyrst eftir bjuggu foreldrar mínir á ofurlitlu koti fremst í dalverpi litlu. Í því byggðarlagi var menning mjög lítil, og við enn afskekktari en aðrir, svo enginn minnsti menningargeisli hafði áhrif á okkur. Móðir mín hafði gifst tvisvar, eignast 16 börn og var ég næst því yngsta. 10 urðum við fullorðin, 9 ólust upp heima, eitt annars staðar með fullri meðgjöf frá foreldrunum. Fátækt var mikil meðan börnin voru ung, en allgóður efnahagur síðan. Börnin voru látin burtu jafnskjótt og þau gátu fengið vist og unnið fyrir sér..."

Og síðar í sömu ritgerð:

,,Húsakynni voru eins og moldarkofarnir okkar geta verstir verið. Baðstofan lítil og lág með torfbálki, óþiljuð öll, nema lagðar lausar fjalir fyrir ofan rúmin. Rúmstæðin torfbálkur með rúmstokki og fótagafli úr fjölum. Ekkert borð, ekkert sæti annað en rúmin.”.... Til ljósa á vetrum var höfð hrossafeiti eða sellýsi.

Er greinin öll hin nöturlegasta og lýsir vel hvernig ástatt var víða til sveita á þeim árum. Endar hún greinina á því að segja að hún hafi vitað minna á fermingaraldri en hún viti dæmi um fullvita fólk.

Með þetta veganesti lagði hún svo út í hinn stóra heim og kom til Reykjavíkur árið 1876, þá nítján ára gömul. Þar fór hún að læra að verða ljósmóðir hjá Jónasi Jónassen lækni. Í Reykjavík kynntist hún einnig Þorsteini Erlingssyni skáldi og hefur það áreiðanlega ýtt undir hennar eigin skáldhneigð. Eftir að hún lauk námi hjá Jónassen hélt hún til Kaupmannahafnar í eitt ár (82-83) til að læra meira.

Þegar heim var komið starfaði hún sem ljósmóðir í Reykjavík, við erfið kjör og þá hrjáðu hana berklar frá fyrri tíð. Vegna veikinda varð hún að hætta að vinna og giftist Halldóri Guðmundssyni trésmið til að hafa í sig og á. Hófu þau búskap að Hlöðum í Hörgárdal, bænum sem hún er kennd við. Ári síðar kom út fyrri ljóðabók hennar sem áður er nefnd.

Ljóð Ólafar eru brennd marki erfiðs uppvaxtar og þeirra viðja sem ónógt frelsi bindur, en þó eru ljóð hennar persónulegri en tíðkaðist og sjónarhornið annað en hjá t.a.m. karlkyns skáldum þess tíma. Vonbrigðin með sitt hlutskipti leyna sér ekki. Ástin er henni ofarlega í huga, og þá aðallega ófullnægð ást og þráin eftir hinni sönnu ást. Þá kemur fram sterk tilhneiging til að búa við frelsi og vera öðrum óháð, en hún og maður hennar Halldór bjuggu svo að segja aðskilin þó að þau byggju á sama bæ. Var það fyrst og fremst að hennar ósk, en sýnir líka hvern mann Halldór hafði að geyma að láta þetta eftir henni.

Á efri árum flutti hún svo frá Hlöðum til Akureyrar og þaðan svo til Reykjavíkur, þar sem hún lést árið 1933.

Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum

Til gleðinnar


Hve elska eg þig, gleði, með geislana þína,
- án gleði er eg aumlega stödd -
þá sólbros þitt skín inn í sálina mína,
þar syngur hver einasta rödd.

Og þá vil eg öllu því lifandi líkna
og lofa því gleðina sjá.
Allt mannkyn þá vil eg af misgjörðum sýkna
og mildinni konungdóm fá.

Þú opnar það besta, sem eðli mitt geymir
og uppljómar dimmustu göng,
svo ljósið og hitinn að hjarta mér streymir,
og hugurinn fyllist með söng.

Því elska eg þig, gleði, með andlitið bjarta
sem áhugann kveikir og þor.
Þinn bústað sem oftast mér hafðu í hjarta,
þú, huga míns syngjandi vor.

 


Ljóð og vísur....

sæl verið þið.Wink

ég hef alla tíð verið veik fyrir ljóðum og vísum, frá barnæsku.Flestir svitnuðu i bekknum þegar maður var í grunnskóla, þegar læra átti ljóð heima, hjá mér voru þetta skemmtilegustu tímarnir og heimalærdómur.Ég þurfti ekki að lesa ljóðin oft yfir, þegar ég kunni þau staf fyrir stafSmile.Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór að safna ljóðabókum.Fékk strax mikið dálæti á nokkrum skáldum, eins og Einari Ben, Davíð frá Fagraskógi, jóhannes úr Kötlum, Stefán frá Hvítadal og mörgum fleirum.Ég get ekki gert mikið upp á milli íslensku skáldana okkar, þau eru mörg svo góð.Ég ætla að skella hér inn nokkrum af mínum uppáhalds ljóðum og leyfa ykkur að njóta með mérHappy.

Bréfið

Davíð Stefánsson

Við bíðum oft lengi
bréfs, sem aldrei var skráð,
en breytir þó voru lífi
öðru fremur.
Þó furði marga,
er framtíð þeirra háð
fáeinum línum í bréfi,
sem aldrei kemur.

Í gegnum fjöllin
getum við stundum eygt,
og gleymt því um stund,
að enginn má sköpum renna,
en stundum lýsir
ljós, sem aldrei var kveikt,
lengur en hin,
sem kveikjum sínum brenna.

Þó myrkvist þar loft,
sem morgunroðinn brann,
er margur, sem hugboð fær
og visku nemur
um ljósið, sem hvarf,
um ljóð, sem enginn kann,
og leyndardóma bréfsins,
sem aldrei kemur.

Heart

.................................................................................

Þorsteinn Erlingsson

Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd

Ef byggir þú, vinur, og vegar þér hátt,
og vilt, að það skuli ekki hrapa:
þá legðu þar dýrustu eign, sem þú átt,
og allt, sem þú hefur að tapa.
Og fýsi þig yfir til framtíðarlands
og finnist þú vel getir staðið,
þá láttu ekki skelfa þig leiðsögn hans,
sem leggur á tæpasta vaðið.

Og þó það sé best hann sé þrekinn og stór,
sem þjóðleið um urðir vill brjóta,
þá hræðstu það ei, að þinn armur er mjór,
því oft verður lítið til bóta.
Við þjóðbrautir alda um aljarðar skeið
að iðju þótt margir séu´ knáir,
þá velta þó fleiri þar völum úr leið,
sem veikburða eru og smáir.


Og stansaðu aldrei, þó stefnan sé vönd
og stórmenni heimskan þig segi;
ef æskan vill rétta þér örvandi hönd,
þá ertu á framtíðar vegi.
Þótt ellin þér vilji þar vikja um reit,
það verður þér síður til tafar;
en fylgi´ hún þér einhuga in aldraða sveit,
þá ertu á vegi til grafar.

Heart


 

 

 


Vísur og ljóð.óður til lífsins


Páll Ólafsson

Blessuð vertu sumarsól




Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.

Þú klæðir allt í gull og glans,
þú glæðir allar vonir manns,
og hvar sem tárin hvika á kinn,
þau kyssir geislinn þinn.
Þú fyllir dalinn fuglasöng,
nú finnast ekki dægrin löng,
og heim í sveitir sendirðu æ
úr suðri hlýjan blæ.

Þú frjóvgar, gleður, fæðir allt
um fjöll og dali og klæðir allt,
og gangirðu undir, gerist kalt,
þá grætur þig líka allt.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
 
 
 
 
Glitter Graphics
 
 
Einar Sigurðsson í Eydölum

Þakkarbæn fyrir barnaheill
(brot.)




Veittu mér dýrðar drottinn
dag og nótt lofgjörð fagra
að inn aþér út af munni
áður í hjartað skráða
fyrir barnaheill eins og allar
ástgjafir þínar bestu.
Láttu mín þessi þrettán
þýð börn lukku bíða.

Syni á ég sjö til vonar
set ég Odd fyrst í letri,
Sigurður sæll mun verða
sýslar trúlega Gísli,
Ólafi hjúin öll hæla,
Höskuld tel ég geðröskvan,
Eiríkur og Jón líkjast
ungir af snjallri tungu.

Dætur eru sex í sveitum,
Sesselju fyrst að telja.
Margrét mín skal heita,
meira hlýði ég Sigríði,
Anna er orðsnjöll kvinna,
allfróð Gunna móðir,
Herdís hornsóp lærir
hugarsvinn verklag hinna
 
 
 


Glitter Graphics
 
 

Ég bið að heilsa


Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.

Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt að kinnum fríðum.

Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.
Þröstur minn góður! Það er stúlkan mín.

 



Einar Benediktsson er dýpsta og dularfyllsta skáld Íslands.

Einar Benediktsson er dýpsta og dularfyllsta skáld Íslands.

Einar Benediktsson stendur einn eins og tindur upp úr fjallasal íslenskra skálda. Ekki er öllum fært að klífa þann tind.

Einar var og verður aldrei alþýðuskáld, eins og t.d. Davíð Stefánsson. Til þess eru ljóð hans ekki vel fallin. Þau eru sum langtfrá auðskilin, auk þess verður lesandinn að vera meiri alvörumaður en algengt er til að njóta þeirra. Til að kunna að meta Einar að verðleikum verða menn að vera svolitlir heimspekingar - og líka víðsýnir. Eru Íslendingar aðallega þekktir fyrir þetta tvennt? Ekki skal ég dæma um það.

Ýmsir hafa orðið til að skrifa ævisögu Einars. Staðreyndir um ævintýralegt líf skáldsins eru margar og vel þekktar, úr óteljandi heimildum er að moða fyrir fræðimenn. Misskilnings gætir þó hjá ýmsum varðandi þetta efni. Það er nefnilega alls ekki nauðsynlegt að vita mikið um persónu Einars til að njóta ljóða hans og kvæða.

Ég las einhvers staðar að fólk sem langaði til að hitta uppáhalds skáld sín í eigin persónu yrði ófrávíkjanlega fyrir vonbrigðum. Hvers vegna? Jú, það að vilja hitta rithöfund er svipað og að vilja hitta gæs vegna þess að manni þykir gæsalifur góð. Þá er betra að halda sig við verk höfundarins eins og þau koma fyrir, en vera ekki að velta mikið fyrir sér atvikum úr ævi skáldsins. Hvað hafði áhrif á skáldskapinn, hvaðan má hugsanlega rekja hitt og annað? Slíkt verður sjaldnast meira en getgátur, og tilgáta mín er sú að umfjöllun um persónusögu geti jafnvel skemmt fyrir. Skáldskapurinn er nægilega sterkur til að geta staðið einn.

Á síðari hluta ævinnar orti Einar af meiri alvöru en áður, og var hann þó alvarlegur fyrir. Þetta tímabil finnst mér áhugaverðast í skáldskap hans.

Það er ljóst að Einar bjó yfir meiri lífsreynslu en algengt var - og er. Skilningur hans á mannssálinni og samspili manns og náttúru var einstakur. Enginn hefur t.d. þættað saman þjóðsögu og náttúrulýsingu af meiri snilld. Þessu til staðfestingar vil ég minna á kvæðið Hvarf séra Odds frá Miklabæ.

Íslensk menning verður ekki aðskilin frá fólkinu í landinu. Þetta er svo auðskilið að óþarft ætti að vera að taka það fram. Þó fer það svo hjá sumum fræðimönnum að menningin verður einhvern veginn að sjálfstæðu fyrirbæri sem lifir eigin lífi. Framlög til menningarinnar eru þá gjarnan talin stafa mest frá þessu eða hinu, og þetta svo tengt við stefnur og strauma sem áttu sér stað erlendis. Ekki skortir fræðimenn á þessu sviði fremur en öðrum. Eru þar þó fleiri kallaðir en útvaldir.

Til að skilja íslenska menningu þarf fyrst og fremst að hafa eitt í huga. Þjóðin er upprunnin úr bændasamfélagi. Í því samfélagi var náttúran og landið númer eitt, tvö og þrjú. Hörð lífsbarátta einkenndi allt og alla. Þetta hafði auðvitað sín áhrif á skáldin.

Skáldskapur Einars Benediktssonar verður, að mínum dómi, aldrei felldur inn í neinn "-isma". Ekki verða ljóð hans heldur betur skilin með því að bera þau saman við verk annarra skálda. Einar var nefnilega nógu sterkur til að standa einn.

 


Dagur er risinn

Dagur er risinn
Gelískt þjóðlag. Ljóð Heimir Pálsson

 

Dagur er risinn rjóður í austri,
raular mér kvæði þröstur á grein.
Blessuðu tónar, blessaði dagur,
blessaða veröld tindrandi hrein.

 

 

Sólin er risin hátt upp á himin,
hlæjandi dagur þerrar mín tár.
Blessað sé ljósið, lífgjafinn mildi,
lofaður veri himinninn blár.

 

 

Ég elska lífið, ljósið og daginn,
lofgjörð um heiminn fagnandi syng.
Blessað sé lífið, blessað sé ljósið,
blessaðir morgnar árið um kring.

 

 449938414_00da05eb3a

 


Indverskar “leigumæður” fyrir vestrænar konur sífellt algengari


ofrisk.jpgIndverskar konur hafa fundið ráð til að komast út úr fátæktargildrunni og bjóðast í auknum mæli til að vera svokallaðar “hrafnamæður” fyrir vestrænar konur sem ekki geta átt börn.

Fyrir 30.000 dollara, eða rúmar 2 milljónir króna, geta vestrænar konur keypt “pakka” sem inniheldur leigumóður, ferðakostnað hennar og þjónustu á frjóvgunardeildum í bæjunum Bhopal, Indore og Anand.

Af 30.000 dollurunum fá indversku mæðurnar reyndar ekki nema milli 3.000 og 7.500 dollara (2-550.000 kr),  en það er engu að síður mikil upphæð fyrir þær og gerir líf þeirra og fjölskyldna þeirra auðveldara.

Meðaldaglaun ófaglærðs Indverja eru einn dalur en innkoma leigumóðurinnar samsvarar launum hans í tuttugu ár.

Frjósemisdeildirnar í suður-indversku bæjunum Bangalore og Indore þéna líka feitt en árlega er reiknað með að deildirnar fái  alls 450-500 milljóna dollara, eða um 35 milljarða króna, í tekjur af þessari þjónustu.

Í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem ekki er bannað að fá leigumóður, kostar það þrisvar sinnum meira en í Indlandi.

tekið af eyjan.is

ps.heilsan er öll að koma til hér á bænum, nú er bara að bíða eftir að vori og blóm í hagaHeart.

addaJoyful


Á honum lafa eistun tvö

dead_testis
 
hehe fann þessa mynd á netinu, veit ekkert hver á þessi eistuLoL.
 
Á honum lafa eistun tvö
og átján tommu lókur.
En á Hemma eru þau sjö
enda er hann klókur.

Höfundur: Óþekktur
 
Ást er eins og andskotinn
 
Ást er eins og andskotinn
einalt ástin svíkur.
Aldrei skaltu auminginn
elska neinar píkur.

Höfundur: Óþekktur
 
Af karlmannsleysi kvalin og sjúk
kúrandi í rúmfletinu.
Tólgarkerti tók í brúk
í tittlingshallærinu.

Höfundur:ekki þekktur.
c_documents_and_settings_fjardabyggd_desktop_myndir_gusept_04_gust_og_sept_04_023
 
hérna kemur svo rétt mynd af reyðarfirðinum fagra, LoL.
 
Góða helgi, elskið þið friðinn, og strjúkið yfir kviðinnToungeGrinLoL.
 
kv adda og kristófer örnHeart.
 
 

ljóðmæli

ég man að við sátum samann
og horfðum á blómin blá
þér þótti voða gamann
að lýta litina á. 
 
 
 
  þó sertu horfinn frá mér
elsku dóttir mín
bandið mun aldrei rofna
sem tengir þig til mín 

bergmál liðinna alda

ég skynja anda hins líðandi tíma
og horfi með spurn um öxl
hvers vegna af hverju 
þarf tíminn að líða
svona afskaplega fljótt.
 
höf adda Cool

ljóðalist

Nú ertu horfin frá mér
og horfinn langt á braut
en minningarnar af þér
sefa mína þraut 
 
 
höf adda................Bandit

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband