Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Georgíustjórn býður vopnahlé - Rússar bæta í heraflann og segja átök halda áfram

Frown

gori2.jpgGeorgíustjórn hefur fyrirskipað vopnahlé og boðist til að hefja viðræður við stjórnvöld í Kreml um að binda enda á óeirðirnar í Suður-Ossetíu. Á fréttavef BBC kemur fram að rússnesk stjórnvöld hafi svarað með því að átök muni halda áfram og bæta enn í heraflann.

Fyrr í dag sögðu stjórnvöld í Tbilisi að herinn hefði hörfað frá héraðinu og Rússar hefðu full yfirráð yfir héraðsborginni Tskhinvali. Þúsundir hafa flúið svæðið eftir hörð átök þar sem vel á þriðja þúsund manns hafa fallið, bæði í Suður-Ossetíu og landamærabænum Gori.

Átökin voru mun minni í dag í Suður-Ossetíu en síðustu dagana í kjölfar þess að Rússar tóku yfir og Georgíumenn hörfuðu. Þeir sem flúðu svæðið hafa sagt við BBC að átökin haldi áfram af fullum þunga í úthverfum Tskhinvali, en hinsvegar hafi róast yfir í borginni sjálfri.

Fregnir eru um loftárásir Rússa, t.d. á herflugvellinum við Tbilisi og í vesturhéruðum landsins, t.d. í Zugdidi og Abkazíu, sem er undir stjórn Georgíu, eins og fram kom í frétt Eyjunnar í morgun.


29 afbrotamenn teknir af lífi í Íran

 Frown

 

iran-hang.jpg29 afbrotamenn voru hengdir í Teheran, höfuðborg Íran, í dag, að fyrirskipun stjórnvalda. Allir höfðu þeir verið dæmdir til dauða eftir réttarhöld að sögn íranska ríkissjónvarpsins sem tilkynnti um aftökuna. Voru þeir dæmdir t.d. fyrir eiturlyfjaviðskipti, nauðganir, morð og vopnuð rán.

Aftökur fara fram reglulega í Íran en sjaldgæft er að svo margir séu teknir af lífi í einu. Írönsk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd á alþjóðavettvangi fyrir grimmdarlega stjórnarhætti og mannúðarsamtök fjalla sérstaklega um hversu algengar aftökur séu í landinu.

Tilkynnt var samhliða fréttaflutningi af aftökunum að búast megi við að 30 manns í viðbót verði teknir af lífi á næstu vikum, sakaðir um svipuð afbrot. Stjórnvöld segja að með því að taka á erfiðum málum megi Íran verða laus við eiturlyf og glæpi. Áður hafa stjórnvöld neitað því með öllu að samkynhneigð sé til í landinu.

Frá valdatöku harðlínumanna árið 1979 hefur dauðarefsingu verið beitt í málum er tengjast morðum, nauðgunum, framhjáhaldi, vopnuðum ránum og eiturlyfjasmygli.

Amnesty International fullyrðir að 317 manns hafi verið líflátnir í Íran á árinu 2007. Aðeins í Kína fara fleiri aftökur fram í heiminum en í Íran.


Hernaðarhótun frá Rússum vegna eldflugavarnasamnings!!

Shocking

russar.jpgRússnesk stjórnvöld hótuðu í dag að bregðast hernaðarlega við samningi Bandaríkjamanna og Tékka um uppsetningu eldflaugavarnakerfis í Austur Evrópu.

Hótun Rússa kom frá utanríkisráðuneyti þeirra rétt eftir að tilkynnt var að Condoleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði undirritað samkomulag við Tékka um að ratsjárhluti hins umdeilda eldflaugavarnakerfisins yrði settur upp í Tékklandi.

Rússar hafa jafnan sagt um kerfið að þeir álíti uppsetningu þess fjandsamlegt gagnvart þeim og sé alvarleg röskun valdajafnvægis í álfinnu.

Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins rússneska segir: “Við neyðumst til að bregðast við, ekki með diplómatískum, heldur hertæknilegum aðferðum.” Ráðuneytið útskýrði ekki nánar hvaða aðferðir átt væri við.

Samningaviðræður við Tékka og Pólverja um uppsetningu bandaríska eldflugavarnakerfisins hafa staðið í 14 mánuði og ætlun Rice var að undirrita samkomulagið við Pólverja í sömu ferð, sem ekki varð. Pólverjar hafa reynst harðdrægir og m.a. krafist þess að Bandaríkjamenn styrkiflugher landsins. Eldflaugarnar í kerfinu eiga að vera staðsettar þar.

Bandaríkjamenn segja kerfið eiga að vera vörn gegn elsdflaugaárásum frá Miðausturlöndum, svo sem Íran en alls ekki að beinast gegn Rússum. Áformin hafa mætt andstöðu meðal almennings í Tékklandi og Póllandi.


Heiðursdráp - Dönsk, tveggja barna móðir myrt í Pakistan

W00t

heidursdrap.jpgKomist hefur upp um heiðursdráp í Pakistan á 31 árs danskri tveggja barna móður. Mágur konunnar skaut hana til bana fyrir hálfum mánuði. Hann hefur viðurkennt morðið og situr í gæsluvarðhaldi í Pakistan ásamt tengdaföður konunnar og tveimur öðrum ættingjum. Berlingske Tidende skýrir frá þessu í dag.

Eiginmaður konunnar, sem var í Danmörku þegar morðið var framið, var færður til yfirheyrslu hjá dönsku lögreglunni í síðustu viku og haldið í þrjá daga. Honum var sleppt þar sem dönsk lögregluyfirvöld hafa engar upplýsingar fengið um málið frá pakistönsku lögreglunni.

Samkvæmt upplýsingum Berlingske Tidende voru ástæður heiðursmorðsins þær að konan hefði óhlýðnast mági sínum. Blaðið hefur eftir lögreglumanni í heimabæ mannanna að mágurinn hafi bannað henni að fara úr húsi en hún hafi gert það samt. Þess vegna hafi hann drepið hana. Hann er sagður hafa skotið hana tveimur skotum um klukkan þrjú, aðfararnótt 19. júní, að viðstöddum föður hennar sem hafði komið á heimilið kvöldið áður til að reyna að stilla til friðar í deilumálum fjölskyldunnar.

Eiginkonan myrta fæddist í Danmörku og er af pakistönskum ættum. Eiginmaðurinn er frá Punjab héraði í Pakistan. Hann fluttist til Danmerkur fyrir rúmum áratug og giftist konunni. Konan fluttist til Pakistan fyrir þremur árum með tveimur dætrum þeirra, sex og átta ára. Ekki er vitað hvers vegna hún flutti þangað.

Það var faðir konunnar sem tilkynnti um morðið. Hann sagði deilurnar meðal annars hafa sprottið af því að hún gat ekki átt fleiri börn og segir að eiginmaðurinn hafi verið með í ráðagerðum fjölskyldunnar um drápið.

Fjölskylda konunnar í Danmörku hefur tilkynnt morðið til borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins sem fylgist með málinu.

Berlingske Tidende fjallar í dag um fleiri heiðursdráp sem komist hafa upp á Norðurlöndum. Þekktasta málið er frá 2006 þegar hin 18 ára Ghazala Abbas var drepin á götu úti um hábjartan dag í Slagelse.

Myndin með fréttinni er af þeim atburði.


Heyr mína bæn!

Christ-and-Child-Print-C10286210
 
Kæri bloggheimur og aðrir lesendurSmile.
ég skellti mér í litið ferðalag upp á Egilstaði með mömmu minni og yngsta englinum mínum.við ræddum margt á okkar leið yfir dalinn fagra(Fagridalur).það sem snerti mig var umræða okkar um vonina?húsnæðismálin okkar hjóna hafa verið í smá ólestri, hefur gengið ílla að selja fallega húsið okkar á  svalbrðseyri og finna annað hér á austurlandi.eitthvað spurði mamma mig út í þessi mál, og ég svarði því til að ég hefði gefið það allt upp á bátinn.hennar orð voru"þú mátt ekki missa vonina adda mín"því ef ég gæfi hana upp á bátinn minkuðu líkurnar á að selja og finna annað heimili til að hreiðra um sig í.
garden_house
 
málið er bara að ég vonaðist svo mikið eftir þegar tækifærin komu, svo þegar þau gengu ekki upp urðu vonbrigðin sár.og mér fannst það svo sárt að ég hætti að vonast eftir breytingum.
hjarta05
 
en kannski að ég ætti að fara vona aftur, það mundi ekki skaða neitt.er ekki máttur bænarinnar mikill.
 
kv adda LoL

Ílla heiðrað kirkjan minningu sr Péturs með því að neyða fjölskyldu hans úr Laufási!

Grenivik01

Nú síður vel á skapi mínu, og ég er virkilega reið!Hvað í ansk eru þjónar kirkjunnar að hugsa?Hvað varð um náugnarkærleikann sem kirkjan boðar?Ég og annað fólk höfum spurt okkur þessarar spurningar síðustu daga og vikur!Sr Pétur var yndislegur maður, prestur af hjarta og huga, það verður ekki sagt um þá alla!Mér finnst verið sé að sverta minningu um eitt fallegasta blóm þjóðkirkjunnar.Hvað varð um öll fallegu orðin sem sögð voru yfir moldum, þessa yndislega prests, fóru þau með honum í gröfina?Ég átti því láni að fagna að kynnast þeim heiðurshjónum, sr Pétri og konunni hans, hann þjónaði kirkju í minni sveit.Reyndist börnunum mínum vel, skarð hans verður aldrei fyllt!

serapetur

Ásta Flosadóttir skrifar opið bréf til biskups um þetta mál, og er ég henni að öllu leiti samála!Einnig hefur Guðný Sverrisdóttir vakið athygli á málinu, og ég er henni þakklát ásamt sveitastjórn Grýtubakkahrepps að álykta um málið!Enda standa íbúar sveitarinnar fast að baki sínu fólki!Ég mun glöð segja mig úr þjóðkirkjunni Laufásfólkinu til stuðnings!Þetta er til skammar við jafn yndislegt fólk og Þórarinn og fjölskyldu, eins mikið og þau hafa lagt í jörðina!Ég vona að biskup lesi bréfið sem Ásta Flosadóttir ritaði!Vil ég svo enda þetta á ljóðlínum sr Péturs sjálfs.

Í BLJÚGRI BÆN


Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín. Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.


Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.


Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.


jesusandangel_292264

með kv Adda Laufey Egilsdóttir.


Af hverju hata múslimar gyðinga?

ég hef stundum hugsað um þetta af hverju muslímar hata gyðinga svona mikið?bækur sem maður hefur lesið, um muslima sem eru aldir upp í þeirri trú að gyðingar séu svartálfar, hverju sætir þetta?ef einhver bloggari þekkir til, má hinn sami endilega fræða migWoundering.
 
political-islam_inferiority-of-power
 
kv adda 

Ekkert mál að drepa systurnar?

Dauðadómur í Íran: Grýta á 2 systur til dauða fyrir hjúskaparbrot

4102127_iran555.jpgHæstiréttur í Teheran í Íran hefur dæmt tvær systur til dauða fyrir hjúskaparbrot, að sögn lögmanns þeirra. Dauðarefsing liggur við framhjáhaldi í Íran og samkvæmt islömskum lagabókstaf þar er kveðið á um að fólk sé þá grýtt til dauða.

Æðsti klerkur dómsmála í Íran, Ayatollah Mahmoud Hashemi Shahroudi, afnam þó slíkar refsingar með sérstakri yfirlýsingu árið 2002. Það kom þó ekki í veg fyrir að maður sem hafði setið í 11 ár í fangelsi fyrir hjúskaparbort var grýttur til bana í þorpi í norðvestur Íran í fyrrasumar, sem vakti heimsathygli. Umræðan í kjölfarið kom í veg fyrir að konan sem líka hafði verið dæmd í sama máli væri grýtt til bana. Lagasetning frá 2003 virðist einnig hafa dregið úr gildi þessarar yfirlýsingar frá árinu áður.

Systurnar voru dæmdar til dauða á grundvelli myndbandsupptöku sem eiginmaður annarar þeirra hafði gert og sýndi þær í samskiptum við tvo menn á heimilinu meðan eiginmaðurinn var fjarstaddur. Þær heita Zohreh, 27 ára og Azar. Undirréttur í Teheran hafði dæmt þær til dauða með grýtingu.

Lögmaður þeirra, Jabbar Solati, segir í dag við dagblaðið Etemad, samkvæmt AFP frétt, að Deild 23 Hæstaréttar hefði nú staðfest þann dauðadóm.

Lögmaðurinn gerir líka þá athugasemd að búið hafi verið að dæma í þessu máli systranna áður. Þá var þeim gefið að sök að hafa átt í “ólöglegum samskiptum” og hlutu 99 vandarhögg í refsingu.

Solati segir að þó systurnar hafi játað að vera ámyndbandinu með mönnunum, þá sanni það samt sem áður ekki neitt því þar sjáist ekki neitt kynferðissamband milli fólksins. Lögmaðurinn ætlar að reyna að áfrýja niðurstöðunni til ríkissaksóknara.

Opinberar aftökur, mest hengingar, voru næstum 300 talsins í Íran á síðasta ári. Þeim hefur fjölgað að undanförnu í kjölfar herferðar stjórnvalda í öryggismálum.

Dómsmálayfirvöld ákváðu því 30. janúar síðastliðinn að framvegis þyrfti samþykki Ayatollah Mahmoud Hashemi Shahroudi fyrir öllum opinberum aftökum.

(Myndin of írönskum konum með fréttinni er ekki af viðkomandi systrum)

tekið af eyjan.is 

 

ég fékk hroll þegar ég las fréttina, hvar er réttlætið?af hverju er ekkert talað um karlkynið í þessu máliAngry.af hverju verða þeir ekki grýttir líka? Gasp


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband