Ljóð og vísur....

sæl verið þið.Wink

ég hef alla tíð verið veik fyrir ljóðum og vísum, frá barnæsku.Flestir svitnuðu i bekknum þegar maður var í grunnskóla, þegar læra átti ljóð heima, hjá mér voru þetta skemmtilegustu tímarnir og heimalærdómur.Ég þurfti ekki að lesa ljóðin oft yfir, þegar ég kunni þau staf fyrir stafSmile.Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór að safna ljóðabókum.Fékk strax mikið dálæti á nokkrum skáldum, eins og Einari Ben, Davíð frá Fagraskógi, jóhannes úr Kötlum, Stefán frá Hvítadal og mörgum fleirum.Ég get ekki gert mikið upp á milli íslensku skáldana okkar, þau eru mörg svo góð.Ég ætla að skella hér inn nokkrum af mínum uppáhalds ljóðum og leyfa ykkur að njóta með mérHappy.

Bréfið

Davíð Stefánsson

Við bíðum oft lengi
bréfs, sem aldrei var skráð,
en breytir þó voru lífi
öðru fremur.
Þó furði marga,
er framtíð þeirra háð
fáeinum línum í bréfi,
sem aldrei kemur.

Í gegnum fjöllin
getum við stundum eygt,
og gleymt því um stund,
að enginn má sköpum renna,
en stundum lýsir
ljós, sem aldrei var kveikt,
lengur en hin,
sem kveikjum sínum brenna.

Þó myrkvist þar loft,
sem morgunroðinn brann,
er margur, sem hugboð fær
og visku nemur
um ljósið, sem hvarf,
um ljóð, sem enginn kann,
og leyndardóma bréfsins,
sem aldrei kemur.

Heart

.................................................................................

Þorsteinn Erlingsson

Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd

Ef byggir þú, vinur, og vegar þér hátt,
og vilt, að það skuli ekki hrapa:
þá legðu þar dýrustu eign, sem þú átt,
og allt, sem þú hefur að tapa.
Og fýsi þig yfir til framtíðarlands
og finnist þú vel getir staðið,
þá láttu ekki skelfa þig leiðsögn hans,
sem leggur á tæpasta vaðið.

Og þó það sé best hann sé þrekinn og stór,
sem þjóðleið um urðir vill brjóta,
þá hræðstu það ei, að þinn armur er mjór,
því oft verður lítið til bóta.
Við þjóðbrautir alda um aljarðar skeið
að iðju þótt margir séu´ knáir,
þá velta þó fleiri þar völum úr leið,
sem veikburða eru og smáir.


Og stansaðu aldrei, þó stefnan sé vönd
og stórmenni heimskan þig segi;
ef æskan vill rétta þér örvandi hönd,
þá ertu á framtíðar vegi.
Þótt ellin þér vilji þar vikja um reit,
það verður þér síður til tafar;
en fylgi´ hún þér einhuga in aldraða sveit,
þá ertu á vegi til grafar.

Heart


 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Ljóð eru yndisleg, ég hef alltaf verið rosalega hrifinn af Davíð Stefánssyni og hans verkum ..

Knús á þig skottið mitt og þakka þér fyrir að deila þessu með okkur- góð ljóð og vísur á krepputímum er bara gott fyrir okkur öll!

Hafðu það ljúft mín kæra!

Tiger, 21.10.2008 kl. 18:28

2 identicon

Hæ,hæ...langt síðan ég hef kvittað hjá þér,vona að allir séu hressir og kátir hjá þér...knús til ykkar

Björk töffari (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 19:28

3 Smámynd: JEG

Ég hef aldrei verið mikill ljóðasinni en það er nú samt eitt og eitt svona sem situr í manni.  Var kannski ekki ein af þeim sem svitnaði við það að þurfa að læra ljóð en hoppaði ekki heldur.  Sum ljóð er svo hnitmiðuð að maður getur ekki annað en heillast og svo öfugt.

Knús og klemm á þig essgan og eigðu ljúfa viku. 

JEG, 21.10.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband