Kjúklingabringur

Hér á bæ verður kjúlli í kvöldmatinn.Ég hef ekki ákveðið hvernig hann verður settur fram, en ákvað að deila með ykkur nokkrum uppskriftum sem ég fann á vafri mínu í dagSmile.

 

Wizard
 

 

Kjúklingabringur með kartöflusalati og ávöxtum

Hráefni
4 kjúklingabringur
1 msk sojasósa
1 msk ólífuolía

Kartöflusalat
600 g Kartöflur (kaldar og soðnar)
1 dós ananas (lítil)
100 g sýrður rjómi(10%)
2 tsk karrí
1/2 tsk natríummskert salt
1 tsk nýmalaður pipar
100 g vínber (blá)
2 sneiðar paprika (rauð)

Matreiðsla
Blandið saman ólífuolíu og sojasósu og penslið kjíklingabringurnar. Látið bíða á meðan kartöflusalatið er búið til. Grillið kjúklingabringurnar í 5-8 mínútur á hvorri hlið á heitu grillinu. Penslið með sojaolíunni.

Kartöflusalat
Hrærið saman sýrðan rjóma, karrí, salt og pipar og 1-2 matskeiðar af ananassafa. Skerið kartöflurnar í teninga og hrærið út í ásamt ananas í teningum. Raðið ananassneiðum, paprikusneiðum og vínberjum ofan á og til hliðar.

Berið grillaðar kjúklingabringurnar fram með kældu kartöflusalatinu og grófu brauði og e.t.v fersku salati.

 

Sideways

Hráefni
Soðið kjúklingakjöt
1 lítill broccolihaus
Hálft franskbrauð
3 msk. sýrður rjómi
1 dós blaðlaukssmurostur
2 dl mjólk
3 bollar hrísgrjón
5 - 6 sveppir
Rifinn ostur

Matreiðsla
Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin. Á meðan að þau sjóða er hægt að skera niður sveppi og broccoli. Franskbrauðið má rífa niður í litla ferninga. Kjúklingakjötið, sem er best að hafa beinlaust, grænmetið og brauðið fer svo allt í eldfast mót sem að smurt er með sýrða rjómanum.

Mjólkin er hituð í potti og blaðlauksostinum bætt út í. Þegar hrísgrjónin eru tilbúin má blanda þeim saman við kjúklinginn, brauðið og grænmetið og hella svo ostasósunni yfir.Rifna ostinum er svo stráð yfir og þetta sett inn í 180°C heitan ofn í 15-20 mínútur.

Þetta er ofsalega gott með fersku ávaxta- eða grænmetissalati.

Hráefni
1 kg. Skinnlaus beinlaus kjúklingur skorinn í strimla
2 laukar, skornir niður
2 msk olífuolía
3-4 hvítlauksrif pressuð
Safi af hálfri sítrónu
½ bolli hvítvín eða kjúklingasoð
1 dós (19 oz) maukaðir tómatar
1 msk oregano
Pipar eftir smekk

Matreiðsla
Mallið laukinn í olífuolíunni þangað til hann er glær. Bætið kjúklingnum útí og hristið pönnuna yfir miklum hita, þangað til hann hefur blandast vel saman við olíuna og laukinn. Bætið afganginum af hráefninu út í. Látið malla undir loki í 8- 10 mínutur. Berið fram með hrísgrjónum eða núðlum.

Wink

kj%C3%BAlli

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband