Farþegar Heimsferða á Rhodos með salmonellu - forstjórinn dregur úr ábyrgð fararstjóra

W00t

forumbeach.JPGFramhaldsskólanemar og fjölskyldufólk sem veiktist af salmonellu á Rhodos vill bætur vegna veikindanna og lélegs aðbúnaðar á Rhodos, segir í Fréttablaðinu í dag.

Forstjóri Heimsferða segir ekkert á hreinu með orsök veikindanna en sóttvarnarlæknir á Íslandi rekur sýkinguna til hótelsins á Rhodos.

Einar Þórðarson, faðir drengs sem veiktist hastarlega af salmonellusýkingu á Rhodos í ágúst, segir verst að læknir skuli hafa greint skjúkdóminn rangt.

Sonurinn er einn af tíu piltum sem eru æskuvinir úr Grafarvogi, en þeir voru á Rhodos í  ágúst síðastliðnum og dvöldust á hótelinu Forum Beach í fullu fæði, segir í Fréttablaðinu.
Fleiri Íslendingar á staðnum veiktust og fóru til læknis en fengu, að sögn Einars, þann úrskurð að þeir hefðu smitast af vírus og var gefð lyf samkvæmt því.

Eftir heimkomuna til Íslands 23. ágúst hafi komið í ljós að um salmonellusýkingu var að ræða.

Drengir í hópnum segja aðbúnað á Forum Beach fyrir neðan allar hellur. Hótelið hafi verið afar óþrifalegt og maturinn ólystugur.

Einar segir viðbrögð fararstjóranna hafi verið afneitun á því hversu ástandið var alvarlegt, en Tómas Gestsson, forstjóri Heimsferða, bendir á að fólkið geti hafa borðað  annars staðar og að fjöldi annarra gesta á hótelinu hafi ekki veikst.

Tómas segist munu aðstoða farþega sína til að ná fram rétti sínum. Hann samþykkir þó ekki að starfsmenn Heimsferða hafi verið sinnulitlir.

Sem fyrr segir er þessi frétt úr Fréttablaðinu. Eyjan biður Fréttablaðið velvirðingar á að það hafi ekki komið nægilega skýrt fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband