Mjög háþróaður fíkniefnamarkaður á Íslandi - lögregla kann enga einfalda lausn

Angry

drugs.jpgÁ Íslandi lítur út fyrir að þrífist mjög háþróaður fíkniefnamarkaður. Þrátt fyrir að lögregla leggi hald á mikið magn efna virðist það ekki hafa mikil áhrif á framboðið, segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri félags- og útbreiðslusviðs SÁÁ.

Hann segir einnig í viðtali við Fréttablaðið að verð á fíkniefnum hafi ekki fylgt verðhækkunum í samfélaginu, en SÁÁ hefur í átta ár safnað upplýsingum um verð með því að spyrja alla sjúklinga sem leita sér hjálpar hjá SÁÁ hvort þeir hafi keypt efni á síðastliðnum tveimur vikum og hvað þeir hafi borgað fyrir þau.

Ari segir að jafnvel þegar stórar sendingar náist hafi það einungis tímabundnar verðhækkanir í för með sér, sem sýni að framboð og eftirspurn eftir fíkniefnum séu mjög mikil.

Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir orð Ara. Fullyrðingar og útreikningar SÁÁ um stærð fíkniefnamarkaðarins á landinu séu að öllum líkindum réttar og  markaðurinn hér virðist vera óvenju stór miðað við önnur lönd.

Hann segir þó ekki hægt að benda á einfaldar lausnir til að draga úr innflutningi fíkniefna.

Alltaf sé þó mikilvægt að borgararnir vinni með lögreglunni og komi með ábendingar um ólöglega dreifingu. Lögreglan geti þó aðeins sinnt broti þeirra ábendinga.

650 fíklar á örvandi efnum voru greindir á sjúkrahúsinu Vogi á síðasta ári.

Rannsóknir sýna að um 8% þeirra verði látnir eftir tíu ár, og að stór hluti verði með króníska sjúkdóma eins og lifrarbólgu.

Þá eru ekki tekin með þau skaðlegu áhrif sem fíkniefnaneytandinn hefur á samfélagið og fjölskyldu sína.

Ari segir um skelfilegan faraldur að ræða sem nú sé í hámarki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já þú ert með tvöfalt blogg það hlaut að vera ég var mikið hissa þegar þetta var farið og komið annað hihhihihi.....

KNús og klemm á þig mín kæra.

JEG, 1.9.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband