Höfnuðu nýfæddum glasabörnum sínum vegna þess að þær voru stúlkur


born2.jpgBresk hjón, sem fengu glasafjóvgun, höfnuðu nýfæddum tvíburum sínum vegna þess að þær voru stúlkur og skildu þær eftir á spítalanum strax eftir fæðinguna. Hjónin eru af indverskum ættum en breskir ríkisborgarar, búsett í Birmingham. Þau höfðu farið til Indlands til að fá tæknifrjóvgun vegna þess að þeim hefði verið hafnað um aðgerðina í Bretlandi sökum aldurs. Móðirin er 59 ára og eiginmaður hennar 72 ára.

Þau tjáðu læknunum á New Cross spítalanum í Wolverhampton, þar sem tvíburarnir voru teknir með keisaraskurði fyrir hálfum mánuði, að þau vildu ekki börnin því þau væru “af vitlausu kyni.”

Dagblaðið The Sun segir að eiginmaðurinn hafi þá líka spurt læknana hvað langur tími þyrfti að líða þar til eiginkona hans gæti talist nægilega hress til að fara til Indlands í aðra glasafrjógvunaragerð í þeirri von að eignast dreng til að viðhalda fjölskyldunafninu.

Talsmaður spítalans í Wolverhampton hefur staðfest að börnin séu á spítalanum og heilsist vel, að sögn The Times. Ráðgert sé að flytja þau á spítala í Birmingham, heimaborg foreldrana, þar sem ekki var pláss á fæðingardeildinni fyrir fæðinguna. Talsmaðurinn staðfesti jafnframt að tvíburarnir hefðu ekki fengið eina einustu heimsókn.

Val á börnum eftir kyni við tæknifrjóvganir er bannað með lögum í Bretlandi. Vitað er að meðal fjökyldna af indverskum uppruna í Bretlandi eru sveinbörn  eftirsóttari. Könnun leiðir í ljós að á árunum 1990 til 2005 fæddu indverskar konur í Englandi og Wales 1.500 færri stúlkur en gera hefði mátt ráð fyrir.

  W00t



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þau ættu að skammast sín. En hefur þú tekið eftir því að börnin eru hvit?

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.6.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Tiger

  Aumingja vesalings börnin - hvers eiga þau að gjalda? Æi, maður vonar bara að einhver yndisleg hjón ættleiði þau bara því mér finnst að hin eigi þau ekki skilið eftir þessa meðferð. Ljótt hvernig sumir hugsa..

Knús á þig mín kæra og eigðu ljúfan sunnudag!

Tiger, 1.6.2008 kl. 14:22

3 Smámynd: JEG

Já þetta er alveg ótrúlegt með þetta fólk að vera flutt burt úr samfélagi sem vill bara stráka en vilja samt bara stráka ??? Þau eiga bara bágt. Vera orðin meira en eldgömul og alltof gömul í barneigir og geta samt verið að kvarta.  Iss bara að senda þetta fólk á elliheimili strax.

Knús á þig esgan.....njóttu dagsins (eða þess sem eftir er af honum)

JEG, 1.6.2008 kl. 17:49

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mér ekki að senda þér. Sendu mér póst á jorunnsig@hotmail.com og þá get ég sent þér slóðina til baka.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.6.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta átti að vera mér tókst ekki að senda þér. Skil ekki afhverju hjartað kemur þarna.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.6.2008 kl. 19:20

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Adda mín.

Mikið er þetta viðbjóðslegt að hafna sínum eigin börnum. Ég vona til Guðs að stúkurnar fái góða foreldra. Nóg er af fólki sem ekki getur átt börn og líða vítiskvalir vegna þess. Þessu er misskipt Adda mín. Þú veist hvað ég meina.

Guð blessi ykkur stóra fjölskylda

Fjögur hjörtu fyrir börnin þín.

 

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.6.2008 kl. 22:49

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er merki um sérhyggju og kærleiksleysi á háu stigi. En hefði "vestræna" – jafnvel "íslenzka" – aðferðin verið á siðferðislega hærra plani? Hefði það lýst meiri miskunnsemi og manngæzku að láta ómskoða móðurina og síðan – úr því að í ljós kæmi, að fóstrin væru meybörn – að drepa þau einfaldlega í móðurkviði? Lýsir sú aðferð samúð eða sérhyggju, ást á afkvæminu eða skammarlegri höfnun? Hvernig sem þessir rosknu/öldruðu foreldrar hafa hagað sér gagnvart tvíburabörnunum sínum, þá hafa þau samt ekki drepið þau, eins og hér tíðkast við öll dvergfóstur og 25 af hverjum 27 Downs-börnum og í um 820–830 tilfellum gagnvart fullkomlega heilbrigðum börnum heilbrigðra mæðra á hverju einasta ári (um 92% allra fósturdeyðinga).

Það væri sannkölluð Guðs blessun, ef fleiri foreldrar íslenzkir, sem hafna ófæddum börnum sínum, leyfðu þeim samt að fæðast, eins og þessir indversku foreldrar gerðu, því að nóg er til af fólki, sem þráir að fá að ættleiða börn, hérlendis og erlendis.

Jón Valur Jensson, 3.6.2008 kl. 00:58

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

En er hitt ekki orðið nógu ljóst, góðir lesendur, að við ættum ekki að setja okkur á háan hest Íslendingar vegna læknanna okkar á Kvennadeild Landspítalans og heldur ekki vegna foreldraástar á þeim ófæddu?

Merkilegt var líka viðtalið við Svölu Rún Sigurðardóttur í Kastljósi í kvöld (sjá: Svala Rún Sigurðardóttir ræðir læknamistök). Hún talar þar beinlínis um, að á meðan um 24 deyja hér í bílslysum á ári, deyi yfir 200 manns vegna mistaka í heilbrigðiskerfinu árlega.

(Nánar um viðtalið, tekið af vef Ruv.is: "Svala Rún Sigurðardóttir hefur misst tvö börn vegna leghálsbilunnar eftir nokkurra mánaða meðgöngu. Fyrra barnið missti hún eftir að hafa margoft leitað til heilbrigðisþjónustunnar á fjórum dögum því hún fann að ekki var allt með felldu. Þrátt fyrir það var hún aldrei skoðuð. Svala Rún ætlar að leita réttar síns en hún segist fórnarlamb læknamistaka sem rekja megi til manneklu og sparnaðar innan heilbrigðiskerfisins.")

Jón Valur Jensson, 3.6.2008 kl. 01:12

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má fræða Jón Val um það að þessa höfnun á stúlkubörnum má rekja beint til Hindúasiðar og ekki eru stúlkur heldur talin búbót meðal Múslima.  Svona eru trúarbrögðin. Þetta má einnig rekja til fátæktar að sjálfsögðu, en réttlætingin kemur úr siðnum.

Á Idlandi hefðu stúlkurnar sennilega verið bornar út eða fyrirkomið á óhugnanlegri máta og það má jafnvel leiða líkum að því að svo sé í bretlandi því samkvæmt opinberum tölum, þá fæðast 1500 færri stúlkur þar en talið er eðlilegt meðallag.

Já, trúin göfgar svo sannarlega.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2008 kl. 02:35

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það fer eftir því, HVER trúin er, Jón Steinar. Kærleiks- og Föðurelskutrú kristinna manna hefur önnur áhrif en þessi hjá Hindúum, m.a. leiddi kristnitaka til þess, að bannaður var allur barnaútburður, svo við Miðjarðarhafið sem hér á Íslandi. Og ósanngjarn ertu gagnvart Múhameðstrúnni í þessum orðum þínum, sbr. orð mín um andstöðu Múhameðs gegn útburði meybarna, sem lesa má um í seinni hluta þessarar Lesbókargreinar minnar 7. okt. 2006. – Það er sannarlega ekki allt sama tóbakið, trú eins hóps og trú annars, og því ósanngjarnt að tala í alhæfingum um trúarafstöðu.

Jón Valur Jensson, 3.6.2008 kl. 02:49

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmmm....ég ætla nú ekki að fara að rekja blóðuga sögu kristinna trúarbragða en lausaleiksbörn voru áttu aldeilis ekki sjö dagana sæla, hvorki í Kaþólsku né Lúterstrú.  Það er margt í kristinni kenningu, sem vegur vel með þesskonar hjartleysi, það veistu vel nafni. Viðhorf Páls til kvenna eru kyrfilega endurspegluð í kaþólskunni og ekki langt síða þær fengu að þjóna til prests hér. (Auður Eir hin fyrsta að mig minnir)  Það er sama hvaðan slæmt kemur.  Trúarbrögð heimsins þurfa og verða að fara í gegnum siðgæðislegt endurmat ef þau eiga að standa mikið lengur. Það er mín skoðun.

Þegar ég ræði sögu kristinnar kirkju við trúaða koma þeir einatt með Hitler og Stalín sem dæmi um trúleysi (eins og trúlausir byggi á dogma eða séu skipulögð trúarbrögð) og samanburður, sem er í meira lagi vafasamur. Það sem er athyglivert við slíka orðræðu er að kristnir geti ekki fundið hógværari norm að miða sig við einhverja en verstu harðstjóra sögunnar.  Þá er ansi fátt um fína drætti fyrir apologistana finnst mér.

En ég tek undir það nafni að það rífur í hjarta að vita af slíku hjartleysi, sem í þessu máli birtist og skrifa algerlega undir orð þín um  að meiri sjálfhverfu og eigingirni má varla finna dæmi um.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2008 kl. 03:14

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Hmmm....ég ætla nú ekki að fara ..." segir Jón Steinar (þegar bent var á rangfærslur hans og hann átti engin svör við því), en fer svo beint út í að sverta og níða kristindóminn! - sem er þó alls ekki efni þessarar vefsíðu. Er ósanngjarnt að biðja hann að halda sér við efnið? Verði þessi aths. hans hér enn eftir vinnutíma, mun ég svara henni verðuglega.

Jón Valur Jensson, 3.6.2008 kl. 09:33

13 Smámynd: Adda bloggar

sæl verið þið og þökk fyrir innlitið!það er mjög þarft að ræða þetta málefni.Vonandi verða einhverjir góðir foreldrar þarna úti sem ættleiða englana litlu.ekki báðu þau um að fæðast í þennann heim, þau eru saklaus litil ljós.Það mættu fleiri konur ath með að gefa barn sitt eftir fæðingu, heldur en að deyða þau í móðurkviði.Það er fullt af yndislegu fólki sem á svo sannarlega skilið að eignast börn, en geta ekki!

Adda bloggar, 3.6.2008 kl. 09:49

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir. Það er eins og Jón Steinar hafi eitthver tæki til að finna út hvar þú Jón Valur skrifar.  Við vitum allt um hindúatrú að fólk velur oft að eyða stúlkum í móðurkviði og eins hvað tíðkast í Kína að þar er stúlkum eytt í móðurkviði. Þær eru ekki velkomnar í þennan heim. Þessi indversku hjón áttu heima í Bretlandi og ættu nú kannski aðeins að hafa breyst vegna lífernis þar en því miður svo var ekki. Kuldalegt að lesa að þessar stúlkur höfðu enga heimsókn fengið. Þeim er hafnað eins og er en ég trúi að almáttugur Guð tali til hjartna - leggi byrði ástar í hjörtu - góðs fólks að ættleiða þessar yndislegu stúlkur sem eiga ekkert annað en gott skilið. Þær eru hreinar og saklausar og eru Guðsbörn.

Set inn tvær slóðir hér sem Adda hefur skrifað. Hún er dugnaðarforkur og ber virðingu fyrir ófæddu lífi.

http://laugatun.blog.is/blog/laugatun/entry/457489/#comments

http://laugatun.blog.is/blog/laugatun/entry/485059/#comments

Enginn maður er fullkominn alveg sama hvaða trú hann aðhyllist og fólk gerir margt rangt. En það sem er svo gott að við getum beðið Jesú Krist um fyrirgefningu synda okkar. Við eigum árnaðarmann hjá Guði föður okkar sem ber umhyggju fyrir okkur. Þvílíkt lán að hafa fengið að kynnast Jesú Kristi sem barn og unglingur og hafa sloppið við ýmiskonar gylliboð heimsins eins og að neyta víns og eiturlyfja sem við getum ánetjast og orðið þrælar þess.

Guð blessi ykkur öll sem lesa þessi skrif og ég þrái að þið sem ekki hafið kynnst Jesú Kristi eigið eftir að höndla frelsi og hamingju.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.6.2008 kl. 10:03

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Adda mín. Ég er alveg sammála þér. Þú ert hetja dagsins hjá mér í dag.

Guð blessi þig kæra vinkona og launi þér fyrir að bera virðingu fyrir börnum í móðurkviði. Því miður er það ekki lengur sjálfgefið hér á Íslandi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.6.2008 kl. 10:06

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl aftur mín kæra.

Set inn slóðina hans Jóns Vals en hann vísar á bloggfærsluna þína:

http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/558046/#comment1443014

Guð veri með þér hrausta hetja.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.6.2008 kl. 10:16

17 Smámynd: Linda

Aubara, hvílíkur kulnun manskærleikans, ég skal taka þær, ekki spurning, greyið litlu blómin, æi, hvað er að fólki að gera svona, fullkomnar litlar dömur sem geta átt þá framtíð fyrir sér að verða lögfræðingar, læknar, prestar, eiginkonur, mæður, endalaus möguleiki og þetta fólk skilur þær eftir, vegna þess að þær eru ekki drengir.

Við getum þó að minnsta kosti þakkað fyrir það að þær séu fæddar í Bretlandi, hefðu þær fæðst á Indlandi hefði þeim verið hent með ruslinu

knús

Linda, 3.6.2008 kl. 11:55

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.6.2008 kl. 13:55

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki nenni ég að standa í miklu þrasi við Jón Steinar, bendi aðeins á tvennt:

  1. Lausaleiksbörn hafa víða verri réttarstöðu en skilgetin, en mörg dæmi eru samt um slík börn sem langt hafa náð í kristinni kirkju. Raunar áttu vel gefnir alþýðumenn á Íslandi sér einna helzt von um menntun í skjóli kirkjunnar og starf á vegum hennar, eins og Einar Bjarnason ættfræðiprófessor benti þeim á, sem hann hafði tilsögn með (og í mín eyru). Stétt goðanna (smáfursta þjóðveldisaldar) hélt áfram í mynd sýslumanna ('valdsmanna'), og leitast var við – m.a.s. með tilvísun til ákvæðis um það í Gamla sáttmála – að halda þessu sem lokaðri stétt, í raun sem lénsaðli, – en prestastéttin var um 12 sinnum fjölmennari en sýslumenn fram um 1800, og þar var um miklu meiri blöndun við 'lægri' stéttirnar að ræða. Óskilgetnir tóku yfirleitt ekki arf til jafns við skilgetna (og dætur aðeins hálfan á við syni), en það var samkvæmt veraldlegu lögunum. Ég kannast ekki við, að hér á landi hafi verið níðzt á óskilgetnum börnum af kirkjunnar manna hálfu eða trúarinnar vegna, og hef ég þó lengi fengizt við rannsóknir í persónusögu fyrri alda.
  2. Klausa Jóns Steinars um Hitler og Stalín er út í hött. Næg eru gögnin um áhrif trúleysis, án þess að horft sé til þeirra, þótt þeir (og Lenín og Pol Pot og Maó) séu auðvitað dæmi um, hve hrikalegar afleiðingar uppblásinnar manndýrkunar (m.a. sócíalísks 'gúmanisma') í tengslum við vélræna söguskoðun og alræðisvöld getur orðið í sinni verstu mynd. En þá helzt hefur Hitler og Stalín borið í tal milli trúlausra og trúaðra hérlendis á síðustu misserum, þegar Vantrúarmenn hafa átt frumkvæðið og vogað sér að sletta þeirri lífslygi fram, að einræðisherrarnir Hitler og Stalín hafi báðir verið kristnir!! Þeim ásökunum (þ.e. gegn kristindómi og áhrifum hans) hef ég svo sannarlega svarað margítrekað og hrakið þær út í æsar með heimildum um bæði þessi illmenni.

Jón Valur Jensson, 3.6.2008 kl. 17:53

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ansi erfitt að skilja hvað þú átt við með trúleysi Hitlers og góða samvinnu hans við Páfadóm, sem hélt meira að segja upp á afmælisdag hans.  Svo má ekki gleyma velvild Páfa eftir fall 3. ríkisins þegar Vatíkanið hjálpaði stríðglæpamönnum nazismans unda eftir hinni frægu Ratline. Nefni nokkra hér:  Adolf Eichmann, Franz Stangl, Gustav Wagner, Erich Priebke, Klaus Barbie, Edward Roschmann, Aribert Heim, Andrija Artuković, Ante Pavelić, Walter Rauff, Alois Brunner og Josef Mengele.

Kvótum svo smá í kallinn:

"Hence today I believe that I am acting in accordance with the will of the Almighty Creator: by defending myself against the Jew, I am fighting for the work of the Lord."                       (Úr Mein Kamph)


Úr ræðu árið 1922: 
  "My feelings as a Christian points me to my Lord and Savior as a fighter. It points me to the man who once in loneliness, surrounded by a few followers, recognized these Jews for what they were and summoned men to fight against them and who, God's truth! was greatest not as a sufferer but as a fighter."


Hann fór reglubundið til kirkju og bað bænir. Á beltissylgjum hersins stóð " Got mit Uns."

Hvernig getur þú verið svona kokhraustur um þetta? 'Eg vil líka minna á að faðir Fasismans hann Mussolíní var  Kaþólikki og hefði sennilega tæpast komist til valda án stuðnings páfagarðs. Hann og fjölskylda hans skýrðust formlega árið 1923. Fyrir skömmu urðu deilur  á Ítalíu um stóra, sem eru í öllum  dómssölum þar fyrir tilskipan þessa "trúleysingja" að þínu mati. 

Ég ætla annars ekki að svína út þessa ágætu bloggsíðu með þrátti við þig.  Viðmið ykkar um grimmd standa við þessa menn, enda verður varla neðar sælst.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2008 kl. 21:47

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Deilur á ítalíu um stóra KROSSA átti að standa þarna.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2008 kl. 21:49

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælt veri fólkið.

Það er misjafn sauður í mörgu fé. Þannig er það nú líka hér á Íslandi sem á að heita kristin þjóð en sú kristni er aldeilis orðin útþynnt. Allt orðið leyfilegt þó að það standi í Guðsorði að þetta sé synd og ekki leyfilegt. Lítum okkur nær áður en við erum að grýta steinum út fyrir landsteinanna.

Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.6.2008 kl. 22:06

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég læt svefninn og heilbrigða hvíld ganga fyrir þrátti við Jón Steinar, sem eins og fyrri daginn gefst aldrei upp í neinum deilum af þessu tagi og hleypur alltaf undan í nýtt varnarvirki og fleygir fleiri púðurkerlingum fram á vettvanginn. Veifar þar röngu tré fremur en öngu, enda er það fráleitt sem hann t.d. fullyrðir þarna um mestu stríðsglæpamenn nazista, að þeir hafi átt stuðning í páfagarði. Jón gerir ekki greinarmun á áróðri og raunverulegri afstöðu og tekur ekki mark á vitnisburði systur Hitlers, Paulu, og ritara hans, sem báðar sögðu frá því, hve andstæður hann hafi verið kaþólsku kirkjunni. Hann átti það sameiginlegt með Jóni stráknum Steinari uppi á Íslandi.

Og sagnfræði JStR er jafn-vitlaus sem fyrr, ef hann heldur, að Mussolini hafi "sennilega tæpast komist til valda án stuðnings páfagarðs". Hann ætti að endurnýja kynni sín af sagnfræðibókum, því að páfinn var einskis spurður.

Jón Valur Jensson, 4.6.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband