Dagur er risinn

Dagur er risinn
Gelískt þjóðlag. Ljóð Heimir Pálsson

 

Dagur er risinn rjóður í austri,
raular mér kvæði þröstur á grein.
Blessuðu tónar, blessaði dagur,
blessaða veröld tindrandi hrein.

 

 

Sólin er risin hátt upp á himin,
hlæjandi dagur þerrar mín tár.
Blessað sé ljósið, lífgjafinn mildi,
lofaður veri himinninn blár.

 

 

Ég elska lífið, ljósið og daginn,
lofgjörð um heiminn fagnandi syng.
Blessað sé lífið, blessað sé ljósið,
blessaðir morgnar árið um kring.

 

 449938414_00da05eb3a

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Adda mín. Fallegt ljóð og falleg mynd.

Guð geymi þig.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.4.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: Tiger

  Glæsilegt lag og ljúf falleg sólarupprás. Eigðu góða nótt Adda mín og hafðu það alltaf sem best ljúfan...

Tiger, 8.4.2008 kl. 02:25

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Fallegt ljóð og lad.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.4.2008 kl. 17:41

4 identicon

vá ekkert smá fallegur texti

Jónína Þórunn (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 00:44

5 identicon

Bara að senda þér kveðju elskan og góða helgi..knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 09:16

6 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband