Af hverju hata múslimar gyðinga?

ég hef stundum hugsað um þetta af hverju muslímar hata gyðinga svona mikið?bækur sem maður hefur lesið, um muslima sem eru aldir upp í þeirri trú að gyðingar séu svartálfar, hverju sætir þetta?ef einhver bloggari þekkir til, má hinn sami endilega fræða migWoundering.
 
political-islam_inferiority-of-power
 
kv adda 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að senda þér fallegt kærleiksbros og vona að allir hafi það gott.Knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 14:21

2 Smámynd: Tiger

Gruna að fordómar ráði ferðinni hjá muslimum. Annars er ég ekkert inni í málefnum þessara þjóða sko. Var að skoða myndir hjá þér hérna neðar á síðunni þinni - stórkostlega myndir - en ein er svo stór að hún fór alla leið út á bílaplan hérna úti..

Tiger, 7.2.2008 kl. 18:28

3 Smámynd: Árni þór

Abraham er ættfaðir þessara tveggja þjóða hann átti Ísak með Söru konu sinni sem er gyðingaþjóðin og Ísmael með Hagar egypskri ambátt sem er araba þjóðirnar.
Hagar var hrakin út í eyðimörk með Ísmael vegna óvildar Söru og varð Hagar bitur og hefur þetta verið svo allar götur síðan.
Nenni ekki að fara nánar í þetta er bendi á gott námskeið sem verður á laugardaginn um þetta málefni sjá; http://arncarol.blog.is/blog/arncarol/

Árni þór, 7.2.2008 kl. 19:35

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þetta hatur á sér rætur til Gamla Testamentisins og hefur síðan stigmagnast öld fram af öld en auðvitað er þetta gagnkvæmt en annars lýsir Árni þessu best hérna fyrir ofan.

Magnús Paul Korntop, 8.2.2008 kl. 00:53

5 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Eins og Árni bendir á, er hluta ástæðunnar að finna í heimskulegum fordómum byggðum á gömlum trúarskruddum, svona svipað og kristnir menn hafa í gegnum aldirnar byggt gyðingahatur sitt á sögum  úr nýja testamentinu.  Aðal ástæðan er samt Ísraelsríki og hvernig því var komið á stofn með ofbeldi og yfirgangi.

Ari Björn Sigurðsson, 8.2.2008 kl. 11:42

6 Smámynd: Árni þór

Ísraelsríki var ekki komið á stofn með ofbeldi, Gyðingar gerðu það friðsamlega 14 mai 1948 það voru Arabar sem gerðu læti daginn eftir með stríði.

Árni þór, 8.2.2008 kl. 23:33

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ætli að það sé ekki nálægðin. Fólk sem skilur ekki hvort annað og vill það ekki.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.2.2008 kl. 12:34

8 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Ísraelsríki var víst komið á stofn með ofbeldi og yfirgangi, ég er ekki að tala um yfirlýsinguna sjálfa, heldur áratugina á undan henni. Frá upphafi tuttugustu aldar og fram að stofnun Ísraels, höfðu mörg hundruð þúsund Gyðingar flutt til Palestínu,  þessir Gyðingar voru nóta bene að flýja ofsóknir kristinna manna í evrópu og rússlandi. Málið er að gyðingar notuðu vopnaðar hryðjuverkasveitir til að hrekja arabana burt af svæðum sem þeir vildu eigna sér, þeir urðu fyrir ofbeldi frá hendi arabanna líka, en er það eitthvað skrítið að arabarnir hafi verið fúlir. Þeir voru að horfa upp á gríðarlegan fjölda af innflytjendum sem höfðu engan áhuga á að aðlagast menningu þeirra, en höfðu hins vegar það yfirlýsta markmið að stofna sitt eigið ríki í Palestínu.

Stofnun Ísraelsríkis var furðulegur atburður, gyðingar voru þá rúmlega 30% íbúa  Palestínu, um hann voru eftirfarandi orð höfð:

"Þegar ein þjóð, gaf annari þjóð, land hinnar þriðju" 

Ari Björn Sigurðsson, 11.2.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband