Færsluflokkur: Bloggar
2008-02-14
Gleðilegan valentínusardag elsku bloggvinir!
Þessi gerðist í afskekktri sveit á Vestfjörðum ekki alls fyrir löngu.
Sighvatur, sem kominn var yfir miðjan aldur og Sóley, ung blómarós næstum helmingi yngri en hann höfðu verið gift í nokkra mánuði og Sóley kvartaði yfir því að fá aldrei fullnægingu með manni sínum. Í sveitinni var ekki læknir en á næsta bæ bjó Sigurður dýralæknir og þau ákváðu að leita til hans með vandræði sín.
Sigurður dýralæknir sagðist engin svör kunna við þessu en hann myndi þó eftir því að þegar hann var lítill drengur í þessari sömu sveit, þá hefði belja á bænum átt í erfiðleikum með að fæða kálf og foreldrar hans tekið til þess ráðs að veifa stóru handklæði framan í kúna til þess að kæla hana niður og hjálpa henni að slaka á. Þetta hefði virkað ágætlega.
Dýralæknirinn sagði þeim því að fá hann Pál á Brekku, ungan og hraustan strák úr sveitinni til þess að koma og sveifla handklæði yfir þeim af krafti á meðan þau hefðu samfarir. Það gæti hjálpað Sóleyju til þess að kæla sig niður og slaka á.
Þau fara að ráðum dýralæknisins og fá því Pál á Brekku til þess að koma og sveifa stóru handklæði yfir sér í hjónasænginni en eftir nokkrar tilraunir þá koma þau aftur til Sigurðar og segja að þetta sé ekkert að virka.Sigurður dýralæknir sest niður hugsi í smá stund og segir þeim þá að prófa að skipta, láta Sighvat sveifla handklæðinu en stráksa fara í rúmið með Sóleyju.
Hjónin fóru heim og prófuðu þetta. Strákurinn fer í rúmið með Sóleyju og Sighvatur veifar handklæðinu af miklum krafti á meðan. Þá er eins og við manninn mælt að Sóley fær hverja fullnæginguna á eftir annarri með tilheyrandi öskrum og stunum og eftir rúma tvo tíma þá veltir strákurinn sér ofan af Sóleyju kófsveittur og úrvinda. Sighvatur er ekki síður sveittur eftir hamaganginn við að sveifla handklæðinu og horfir á strákinn hróðugur á svipinn og segir með áherslu:Svooona á að sveifla handklæðinu Páll!.
hehe njótið svo.kv adda........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2007-11-23
16 dagar eftir......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2007-10-23
MINNING UM YNDISLEGAN AFA.......
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Elskulegur afi minn lést síðdegis á laugardaginn 20 okt 2007.Bragi skarphéðinsson er farinn á vit feðra sinna, eftir langa sjúkdómslegu.það var mikil lausn fyrir hann að fá að sofna, eins okkur ættingja hans.dauðinn er ekki það versta þegar, einhver þjáist eins og afi gerði.ég taldi mig samt vera svo tilbúna þegar afi færi, hann það stóóð ekki heima.ég að það er betra að hann sé farinn, sérstaklega hans vegna.en samt sakna éég þíín svo elsku afi minn.mér fannst yndislegt að börnin mín náðu að kynnst þér, og ég mun vera dugleg að segja litla prinsinum frá þér þegar hann er fæddur.ég á margar minningar um þig, sem ég mun geyma í hjarta mér.megi ljósið lýsa þér um nýjan veg.ég sakna þín elsku afi minn.
megi minning þín lýsa sem ljósið bjarta
kv þíín adda
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti ekki um hríð,
þá minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2007-09-18
er flutt með bloggið!
af mbl, fékk leið á blogg umhverfinu hér.svo framvegis verða fréttir af mér/okkur á www.123.is/laufey
kv adda laufey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2007-08-04
góða versló!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2007-07-28
franskir dagar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2007-07-21
góða helgi =O)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2007-07-16
hæ hó og gleðileg jól hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)