Samviskubit.ég hefði getað brugðist betur við! =´(

sad_guy
 
Svo ílla vildi til að einkadóttir mín slasaði sig um helgina.Hún var í leik með bróðir sínum, sem er 14 mánuðum eldri en hún.Eitthvað misfórst sá leikur, og hún dettur og meiðir sig á hendiFrown.Ég skynjaði strax að eitthvað var ekki eins og það átti að vera.Hringi  því  í lækni  og fæ  hann  til  að mynda  hendina  á  heimasætunni.Því  miður reyndist  grunur  minn  rétturPinchsprunga og brot sáust á fingri hægri handar.Ásdís mín stóð sig eins og hetja þegar læknirinn er að spelka höndina.ég vildi svo óska að ég hefði getað séð þetta fyrir, sem kom svo fyrir.Ásdís mín hefur alltaf leikið litla hetju og harkað af sér sársauka(ættgengur fjandi!).Nema þegar læknirinn er að spelka hana, þá steinlíður yfir heimasætuna mínaCrying.Ég get sagt ykkur það ágætu lesendur að hjarta mitt stoppaði stutta stundCrying.Hún fékk töluvert högg á höfuðið við fallið, og vaknaðist aðeins.Hún var sett í rúm þar sem þessi ágæti læknir kláraði að gera að sárum hennar.Ég lét hana drekka mikinn vökva, og smá samann kom aftur litur í fallega engla kinnarnar hennarSmile.Við vorum svo á leið út, þegar hún datt út af aftur, en þá var ég vel tilbúinn og tók af henni falliðErrm.Við tók auka hálftími á heilsugæslustöðinni til viðbótar til að hún gæti jafnað sig, og hellti ég í hana en meiri vökva ásamt fullt af sykurleðjuW00t.Við komust heim og stuttu seinna var eins og aldrei hefði neitt slys hefði komið fyrir, og litla daman mín orðinn ansi spræk, þökk sé guðiSmile.Bróðir hennar kom með okkur í þetta litla ferðalag yfir í næsta fjörð til að hitta læknirinn.Ekki brá honum minna en mér, og sá ég þarna hversu samband þeirra er náiðInLoveHeart.
FallingInLove300
 
Mikið hefði ég viljað getað séð þetta fyrir með yfirliðiðCrying.Getað tekið af henni fallið og sársaukann, en ég var ekki nógu vakandi.Ég er með mikið samviskubit yfir þessu, hræðilegt að sjá dömuna mína lenda í þessuGasp.En ég lærði af þessu að vera meira vakandi næst, hvort sem hún á í hlut eða strákarnir mínir.Ég bið almættið um að fyrirgefa mér þessa yfirsjón!
 
HeartEnda þetta svo á einni að mínum uppáhaldsmyndum af prinsessunni minni falleguHeart.
Megi vikan verða ykkur ánægjulega, með kv Adda LaufeyCool.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, hvað það er ömurlegt þegar slysin verða.  Elsku kellingin og elsku kallinn.   Það er ekki auðvelt að meiða sig en það er heldur ekki auðvelt að vera eldra systkinið í leik sem fer úrskeiðis.

En þú mátt ekki vera svona hörð við sjálfa þig.  Þú ert óumdeilanlega frábær mamma - en enginn guð... ... hvernig hefðir þú öðruvísi átt að sjá yfirliðið fyrir.

Gott að prinsessan þín er að jafna sig.  Vona að sprunga og brot grói sem fyrst.  

kv. Beta 

Elisabet R (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Tiger

Veistu Adda - Guð lætur okkur lenda í mistökum til að þroska okkur og til þess að við getum lært og vitað betur næst. Eins og Elisabet segir hérna uppi - hvernig hefðir þú átt að geta séð fyrir eitthvað varðandi þetta - þú ert greinilega æðisleg móðir en sannarlega ekki Guð alsjáandi og alvitandi...

Það er þó greinilegt að þú gerðir engin mistök hérna og þú ættir alls ekki að vera í slíkum hugleiðingum. Börn að leik geta alltaf lent í smáslysum eða óhöppum. Það er bara eðlilegt og svo mikið eitthvað eins og það á að vera. Ég meina auðvitað ekki að þau eigi að slasa sig, en það gerist og það er ekkert hægt að gera við því annað en nákvæmlega það sama og þú gerðir - huga að þeim og sjá til að þau komist undir læknishendur. Vera þeim styrkur og stoð - eitthvað sem þú sannarlega virðist vera. 

Þú skalt ekki taka þetta nærri þér heldur horfa með glettni á þetta og nota þessa reynslu til að hugsanlega vera meðvitaðari ef slíkar aðstæður koma upp aftur, það er einmitt það sem við eigum að gera við óhöpp eða mistök - meta þau, læra af þeim og fyrirbyggja þau næstu.

Gott samband á milli systkyna sýnir gott og velheppnað uppeldi - þú mátt vera stolt af þér sem móður og uppalanda.

Tiger, 11.2.2008 kl. 00:37

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er þeirra skoðunar að hrakföll eru hluti af æskunni. Auðvitað leiðinlegt að stelpuanginn hafi slasast en það er eitthvað í henni sem minnir á mig þegar ég var á hennar aldri. Alltaf að reka mig í og að slasa mig.. Að hún hafi liðið yfir sig er eitthvað sem er ekki sjáanlegt enda er það ekki þér að kenna. Mér finnst þú bara hafað staðið þig vel að hafa fattað að það væri eitthvað að hjá henni. Ekki allar mæður hefðu fattað það.

Brynjar Jóhannsson, 11.2.2008 kl. 01:48

4 Smámynd: Linda

Slys ske, ekkert hægt að gera við því, þú er greinilega frábær móðir og ég bið þig um að vera ekki með neina sektarkennd, svona hlutir koma fyrir. Hafðu það sem allra best og Guð blessi þig og þína.

Linda, 11.2.2008 kl. 07:44

5 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Það er alveg með eindæmum hvað maður fer í mikla flækju og allan pakkann þegar börnin okkar meiða sig er búin að upplifa það nokkrum sinnum upp á ´siðkastið.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 11.2.2008 kl. 20:42

6 identicon

Sendi ykkur knús og kossa og þú ert Adda mín óumdeilanlega frábær mamma og gerir ævinlega það besta í stöðunni og líka í þetta skiptið....kærleiksknús og gangi ykkur vel elskurnar

Björk töffari (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 08:54

7 identicon

Elsku besta Adda.

Aðrir hafa sagt það sem ég ætla að segja: En þú mátt ekki hugsa svona um þetta og fá samviskubit. Börnin eiga eftir að mega sig og þau geta stundum verið svo snögg - við erum öll jú mannleg. Þú gerðir akkúrat ekkert af þér - þú gerðir það sem þú gast. Þú stóðst þig vel, varst frábær og umhyggjusöm mamma á meðan þessu stóð (og ert það eflaust alltaf) - en ég ítreka það að slys gerast og þá má ekki benda á sökudólga - heldur bara hlúa að hinum særða/slasaða.

Hjartans hlýjar kveðjur til þín, dúlla.

          Doddi
 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 17:56

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæra nýja bloggvinkona. Við höfum stundum sést inná blogginu hjá Valla. Svo sá ég að þú ert nábúi minn. Þetta tvennt ásamt heimsókn þinni til mín gerði það að verkum að ég tók séns og biðlaði til þín hér í bloggheimum. Við erum oft hörð í dómum gagnvart okkur sjálfum. Persónulega finnst mér þú hafa brugðist rétt við. Guð blessi þig og fjölskyldu þína.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.2.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband