Hneyksli í Kína: Litli söngfuglinn hafði ekki nógu fallegar tennur!!!!!!!!!!

DevilWounderingAngry

songur-kina.jpgÞegar umræður um svindl Kínverja við glæsilega opnunarathöfnina á Ólympíuleikunum fengu byr undir báða vængi viðurkenndu yfirvöld að hafa notað gömul myndskeið til að gera sýninguna áhrifameiri.

Mesta hneykslið þykir þó að litli söngfuglinn sem átt að syngja við athöfnina, lítil sjö ára gömul stúlka, Yang Peiyi, sem vann keppni um að syngja lagið “Hymn to the Motherland”, þótti ekki nógu falleg og var skipt út fyrir aðra fríðari.

Sú reyndist laglaus og bærði bara munninn meðan söngurinn hljómaði af upptökunni með Peiyi. “Hymn to the Motherland” var sungið þegar kínverski fáninn var borinn inn á leikvanginn.

Stúlkan með taglið, í rauða kjólnum, Lin Miaoke, 9 ára, er nú umtalaðasta barn í Kína og hefur verið í viðtölum við fjölda fjölmiðla.

Tónlistarstjóri sýningarinnar, herra Chen, sagði í viðtali við Peking-útvarpið að á síðustu mínútu, þegar kínversk nefnd var viðstödd generalprufuna, hefði komið upp óánægja í nefndinni sem ákvað að stúlkan sem söng, Yang Peiyi, hefði vissulega fallega rödd en væri óhæf til að koma fram þar sem hún hefði ekki nógu fallegar tennur.

Á opnunarkvöldinu var það því Lin Miaoke, sem þegar hafði birst í auglýsingum í Kína, sem stóð á leikvanginum og bærði varirnar við söng Yang Peiyi.

Viðtal Chen þykir hafa afhjúpað hversu óheyrilega Kínverjar hafa lagt sig fram um að umgjörð og “fegurð” leikanna væri óaðfinnanleg, svo að heimurinn sæi hversu vel heppnaðir og fullkominr þeir væru.

Ekki er vitað hvort þessi atburður muni hafa einhverja eftirmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að fólk sé nú full fjótt að dæma. Stúlkan sjálf sem söng sagðist bara vera sátt við að allur heimurinn heyrði söng hennar. Svona vinnubrögð eru í einni eða annari mynd um allann heim. Bendi t.d. að margir söngvarar syngja aldrei beint. Heldur eru upptökur á bak við þá sem hafa verið lagfærðar í tölvum.

Hef heldur aldrei horft á svona sýningar þar sem að fólki sem hefur ekki útlitið með sér er stillt upp fremst. 

Allar setningaathafnir Ólympíuleikana hafa reynt að vera óaðfinnanlegar og reynt að toppa þá síðustu. Svona er þetta bara. Þetta er ekki bara í Kína. Þeir hafa líka önnur viðmið og aðra menningu en við. Þar t.d. telur fólk að það sé nauðsynlegt að eignast son því að þeim ber að ala önn fyrir fjölskyldunni þegar að foreldrar hætta að vinna. Svona hefur þetta verið í Kína um aldir. Mér skilst að börn sem eru borin út þar séu nú oftast á stöðum nálægt munaðarleysingjahælum. Þannig að þeim er nú oftast bjargað. Í Bandaríkjunum er víst þó nokkur um að mæðu/feður deyði nýfædd börn sín og þetta gerist um allan heim. En þar sem að Kínverjar eru um 1,5 milljarður verður þetta áberandi hjá þeim.

Þeir hafa verið strangir á 1 barn per foreldri en það er víst að breytast. Og þeir hafa þvingað konur í fóstureyðingu langt fram eftir meðgöngu en það er að lagast. En svo er spurning hvernig væri ástandið í dag ef ekki hefði verið reynt að hamla gegn fólksfjölgun þar. Þá væru þeir kannski um 2,5 milljarður og lifðu öll við hungursneið.

Það er margt sem manni líkar ekki þarna í Kína. Við höfum kosið samt að hafa samskipti við þá. Mér finnst með hverju ári þokast í rétta átt hjá þeim. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.8.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband