Frækilegur 33-29 sigur á heimsmeisturum Þjóðverja á ÓL í Peking

Wizard

handbolti.jpgÍslenska landsliðið í handbolta vann frækilegan sigur 33-29 á heimsmeisturum Þjóðverja riðlakeppninni á Ólympíuleikanna í Peking í dag. Íslendingar unnu Rússa 33-31 á sunnudag. Liðið í heild átti stórkostlegan leik og trónir nú í efsta sæti B-riðils með 4 stig.

Ísland var yfir í hálfleik 17-14.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 8 mörk, Guðjón Valur Sigurðsson 7, Alexander Pettersson 5 , Ólafur Stefánsson og Arnór Atlason 4 mörk hvor, Logi Geirsson 3 mörk og Róbert Gunnarsson 2.

Sjá einnig á Vísir.is og mbl.is

Staðan í B-riðli Ísland 4 stig, Þýskaland, Rússland og Suður Kórea hafa 2 stig, Danir og Egyptar 1 stig hvor þjóð. Danir töpuðu í dag með eins marks mun fyrir S-Kóreu og gerðu jafntefli við Egypta.

Næstu leikir íslenska liðsins eru við S-Kóreumenn á fimmtudag, Evrópumeistarana Dani á laugardag og Egypta mánudaginn 18. ágúst.

Í A-riðli eru Pólverjar, Spánverjar, Frakkar, Króatar, Kínverjar og Brasilíumenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já sko ....annars fygist ég nú ekki með íþróttum þó það sé OL eða HM nú þá eða EM.  Er svo svakalega óíþróttalega sinnuð hihihi......

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 12.8.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Adda mín.

Svakalega var gaman af þessu. Fyrst að vísu var ég á nálum en svo fóru strákarnir í almennilegan gír og völtuðu yfir sjálfa Þjóðverjana. Ertu búin að kíkja á síðuna mína. Frábær pistill þar eftir Ásdísi Sigurðardóttir bloggvinkonu mína um hjálparstarf Hjálpræðishersins.

Áfram Ísland.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband