Færsluflokkur: Lífstíll

Staðgöngumeðganga vekur upp siðferðislegar spurningar - má aldrei verða atvinnuvegur

pregnancy-photo-4.jpgUmræða hefur verið í gangi um svokallaðar staðgöngumæður, en íslensk lög leyfa ekki að kona gangi með og ali barn, sem getið er af öðru fólki með tæknifrjóvgun, og láti barnið af hendi strax eftir fæðingu.
Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir í Morgunblaðinu í dag að
Landlæknisembætið sé hlynnt því að möguleikinn verði skoðaður. Umræða um þessi mál eigi þó alveg eftir að fara fram hér á landi.

Matthías segir að hugmyndin um staðgöngumæðrun veki margar siðferðislega spurningar sem þurfi að skoða í kjölinn áður en slík meðganga yrði leyfð á Íslandi.
Staðgöngumæður þurfi mikinn undirbúning, bæði líkamlega og andlega, svo öllum sé ljóst að hverju þeir gangi.

Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að ef greitt verður fyrir meðgöngu staðgöngumóður geti það orðið til þess að efnaminni konur gerist staðgöngumæður til að afla sér fjár.

Matthías varar við að meðganga megi ekki verða atvinnuvegur og telur því betra að staðgöngumæður séu nákomnar verðandi foreldrum.
Eðlilegt sé þó að greiða staðgögumóður vinnutap og kostnaðinn sem hlýst af því að vera staðgöngumóðir.

Mikil fyrirhöfn sé að ganga með barn og alltaf viss áhætta svo ástæða sé til að skilgreina í lögum hver eigi rétt á fæðingarorlofi, svo eitthvað sé nefnt,  sé barn getið með aðstoð staðgöngumóður.

tekið af eyjan.is

hvað segir þú þetta kæri lesandi?Fróðlegt væri að fá þína umsögn um málið í atugasemdum á síðunni.Ég óska eftir málefnalegri umræðu án dónaskapsSmile.

kv adda laufey


Afrakstur 44 ára betls gamallar konu í Kalkútta nam tugum þúsunda og vóg 91 kíló

betlari.jpgÞegar hin sextíu ára gamla Laxmi Das ákvað að leggja peningana sína inn á banka í Kalkútta vógu þeir samtals 91 kíló.

Peningarnir voru afrakstur 44 ára betls Laxmi Das á götum Kalkútta.
Upphæðin var svo stór að Laxmi var velkomið að opna reikning í bankanum og fá sitt eigið kreditkort, segir á BBC.

Das hóf að betla aðeins 16 ára gömul en það sem hún hafði sparað nam tugum þúsunda.
Enn er þó ekki alveg ljóst hversu há upphæðin var þar sem allir peningarnir voru “klink” og enn er verið að telja smápeninga í þúsundatali.

Systir Laxmi Das, Asha, sagð í viðtali við BBC að Das væri ákaflega sparsöm en peningana sem hún geymdi í blikkdósum á heimili sínu hafði hún ætlað að geyma til ellinnar.

Sumt af myntinni er frá árinu ‘61 og ekki lengur í gildi, en yfirvöld hafa sagst munu taka myntina gilda þar sem gömlu konunni veiti ekki af öllum sínum aurum.

Það var lögreglan sem ráðlagði gömlu konunni að leggja peningana á banka þar sem hún býr í skúrahverfi þar sem glæpir og rán eru daglegt brauð.


Jónsmessa!

Jónsmessa er ein af þeim nóttum sem búa yfir miklu kyngimagni og mikið er til af þjóðtrú tengd henni. Þessa nótt að að gott að baða sig upp úr dögginni og átt þú ekki að kenna þér neins meins fram á næsta ár og kýrnar öðlast mál og selir fara úr hömum. Einnig er gott að leita töfragrasa og náttúrusteina þessa nótt.

Jónsmessa er 24.júní og Jónsmessunótt er aðfararnótt 24,júní, hún er ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins, en hinar eru jólanótt, nýársnótt og þréttándanótt. Þessar nætur eiga alls kyns verur og öfl að fara á stjá og skilin á milli heimanna verða óljós.



Jónsmessa er kennd við Jóhannes Skírara og leysir af hólmi forna sólhvarfahátíð í Róm og virðist einnig hafa koið í stað slíkra veislna á Norðurlöndunum. En sólstöður voru 21.júní og þessar hátíðir tengjast því að þá er lengstur sólargangur. Suður í Evrópu var Jónsmessan talin miðsumarnótt og var mikil alþýðuhátið með brennum, dansi og svokölluðum nornamessum.


Ekki hefur verið haldið jafnmikið upp á Jónsmessuna á Íslandi og í nágrannalöndum okkar og ekki er með fullu vitað ástæðuna fyrir því. Sumir álíta að skortur á eldiviði hafi orðið til þess að ekki tíðkuðust brennur hér eins og á norðurlöndum auk þess sem bjartviðri á þessum tíma ýti ekki undir ímyndunaraflið og gefi ekki sama svigrúm fyrir kynjaverur, tröll og álfa og skammdegið gerir. Einnig eru til sagnir að meinvættir sofi á Jónsmessu og því sé auðvelt að vinna bug á þeim þessa nótt
 
Á Jónsmessunótt á að vera unnt að finna náttúrusteina. Þar er um að ræða lausnarsteina til að hjálpa jóðsjúkum konum eða kúm, óskastein, varnarstein móti öllu illi, lífsteina sem græða hvert sár og hulinhjálmstein.
 

Einnig eru nokkrar jurtir sem gott er að tína á Jónsmessunóttin.
Hornblöðgu við kvefi, Maríustakk við graftarkýlum, korndún af víði á sár milli tánna, Brennisóley við húðkvillum, Mjaðjurt til að finna hver hafi stolið af manni. Fjögra laufa smári á að geta lokið upp hverri læsing sem hann er borinn að. Draumgras hjálpar mönnum til að dreyma það sem þeimr er forvitni á. Það verður að taka á Jónsmessunótt, vökva með helguðu messuvíni, leggja það síðan í nýdauðsmanns leiði og láta vera þar þrjár nætur, Síðan er það tekið úr moldinni og látið liggja i bíblíunni hjá 63. Davíðssálmi í aðrar þrjár nætur. Síðan á að geyma það í hveiti og hvítum dúk og leggja það undir hægra vanga, ef menn vilja dreyma það sem þá langar að vita.
En meira má lesa um þetta í Saga dagann eftir Árna Björnsson og í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.


Albínóum útrýmt í Tansaníu

Bandit

albinoar.jpgAlbínóar í Tansaníu lifa  við útskúfun í samfélaginu og eru þeir  hundeltir af glæpamönnum sem elta þá uppi og myrða þá. Víða í Afríku er talið að líkamsleifar albínóa búi yfir töframætti og töfralæknar vilja ólmir kaupa bein þeirra, hár og húð, en einnig eru líkamshlutar þeirra seldir einkaaðilum.

Salvator Rweyemamu, talsmaður ríkisstjórnari Tansaníu, segir í viðtali við New York Times að ríkisstjórnin sé uggandi vegna þessa máls.

Albínóar eru algengir í Afríku og eru samkvæmt New York Times einn af hverjum 3.000 íbúum þar en hins vegar aðeins einn af hverjum 20.000 manna í Bandaríkjunum.

Ungir albínóar eru eftirsóknarverðir af glæpamönnunum og í New York Times er haft eftir móður 17 ára albínóastúlku í Tanzaníu að henni hafi beinlínis verið slátrað af tveimur mömmun sem réðist inn á heimili þeirra.

Margir albínóar hafa leitað aðstoðar hjá “Tanzanian Albino Society”, sem getur þó lítið gert nema útdeila höttum og gleraugum til að vernda þá í sólinni.

Yfirvöld hafa þó gripið til aðgerða og eru að undirbúa að aka albínóbörnum undir vernd til og frá skóla. “Við höfum einnig tekið frá sæti í ríkisstjórninni fyrir albínóakonu til að sýna að við stöndum með þeim í þessari baráttu,” segir Salvator Rweyemamu.


ætlaði að hætta!

en gat það ekki.veit eki alveg hvað hljóp í mig, en ég fékk bara leið á mbl heheShocking.hér hefur verið ringning alla helgin og greinilega að koma veturW00t.ég skal játa það að ég er meira fyrir sumarið.fórum í heimsókn til frænku minnar á egilstöðum.fengum æðislegan mat og höfðum það kósý.takk gyða mínKissingInLove.heilsan er sæmileg, en ég finn fyrir stöku verkjum.ætla svo að hafa það kósý, í dag.gerið það líka elskurnar.kv adda

Sköllótt

jaherna, en kannski að það fari greyinu ekki svo ílla.en gott að hún kom sér í meðferðWhistling

mbl.is Britney snoðklippt á húðflúrsstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skál fyrir ástralíu

hahah þetta er það besta sem ég hef lesið lengi, grenjaði úr hlátri.hvet samt fólk að leika þetta ekki eftir, enda sjórinn hér við land full kaldurGrin

mbl.is Drukkinn veiðimaður veiddi hákarl með berum höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband