Albínóum útrýmt í Tansaníu

Bandit

albinoar.jpgAlbínóar í Tansaníu lifa  við útskúfun í samfélaginu og eru þeir  hundeltir af glæpamönnum sem elta þá uppi og myrða þá. Víða í Afríku er talið að líkamsleifar albínóa búi yfir töframætti og töfralæknar vilja ólmir kaupa bein þeirra, hár og húð, en einnig eru líkamshlutar þeirra seldir einkaaðilum.

Salvator Rweyemamu, talsmaður ríkisstjórnari Tansaníu, segir í viðtali við New York Times að ríkisstjórnin sé uggandi vegna þessa máls.

Albínóar eru algengir í Afríku og eru samkvæmt New York Times einn af hverjum 3.000 íbúum þar en hins vegar aðeins einn af hverjum 20.000 manna í Bandaríkjunum.

Ungir albínóar eru eftirsóknarverðir af glæpamönnunum og í New York Times er haft eftir móður 17 ára albínóastúlku í Tanzaníu að henni hafi beinlínis verið slátrað af tveimur mömmun sem réðist inn á heimili þeirra.

Margir albínóar hafa leitað aðstoðar hjá “Tanzanian Albino Society”, sem getur þó lítið gert nema útdeila höttum og gleraugum til að vernda þá í sólinni.

Yfirvöld hafa þó gripið til aðgerða og eru að undirbúa að aka albínóbörnum undir vernd til og frá skóla. “Við höfum einnig tekið frá sæti í ríkisstjórninni fyrir albínóakonu til að sýna að við stöndum með þeim í þessari baráttu,” segir Salvator Rweyemamu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þetta er hræðilegt! Aumingja fólkið. Alveg eins og menn trúa að þeir læknist af alnæmi ef þeir hafa kynmök við hreina mey. Þess vegna breiðist alnæmi svona hratt út þarna syðra og þess vegna er stúlkubörnum nauðgað. Viðbjóður og grimmd! En nú er ég orðin of reið....

 Vildi samt aðallega segja hæ og skemmtileg mynd af börnunum.

Bryndís Böðvarsdóttir, 11.6.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband