Styttist í að Thomas fari á fæðingardeildina - ótrúlegar myndir

WhistlingW00t

thomas.jpg

Thomas Beatie, karlmaðurinn sem á von á barni eftir fjórar vikur, er í opinskáu viðtali í newsoftheworld þar sem hann lýsir tilhlökkun og eftirvæntingu sinni og eiginkonu sinnar Nancy. Þar eru líka birtar margar myndir af þungun Thomasar svo og fjölskyldumyndir, sem vert er að líta á.

Thomas er kominn 36 vikur á leið og er í sjöunda himni. Hann segist hugsa um það á hverjum degi að eftir fjórar vikur muni hann halda á dóttur sinni í fanginu.
Barnaherbergið er tilbúið og bleium hefur verið raðað upp.

“Við erum búin að velja nafn á hana en það er leyndarmál þangað til hún kemur í heiminn,” segir Thomas. “Fjölskyldur okkar og vinir hafa stutt okkur með ráð og dáð og okkur langar í fleiri börn,” segir Thomas, en þau hjón ætla ekki að taka ákvarðanir um frekari barneignir strax.

Thomas, sem er 34 ára gamall, stillti sér upp nöktum fyrir ljósmyndara þar sem meðal annars er mynd af honum að raka sig og hann  lætur handlegginn hvíla á bumbunni.

Myndir úr fortíðinni sýna breytinguna á honum frá því hann var fegurðardís á Hawai þangað til hann breyttist í þann mann sem hann er í dag.

Thomas fór í kynskiptaaðgerð en lét ekki fjarlægja eggjastokka og leg svo hann gæti eignast börn.
Hér er hægt að skoða myndir af Thomasi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Ji minn einasti eini. Kannski að maður geti enn fjölgað án þess að hafa fyrir því sjálfur!

Knús

Krissa

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 9.6.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: JEG

Mér finnst þetta ekki huggó. Þó að nýtt líf sé alltaf gleðiefni eða oftast þá finnst mér þetta ekki normal.

Mín skoðun.

Knús á þig.

JEG, 9.6.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband