Georgíustjórn hefur fyrirskipað vopnahlé og boðist til að hefja viðræður við stjórnvöld í Kreml um að binda enda á óeirðirnar í Suður-Ossetíu. Á fréttavef BBC kemur fram að rússnesk stjórnvöld hafi svarað með því að átök muni halda áfram og bæta enn í heraflann.
Fyrr í dag sögðu stjórnvöld í Tbilisi að herinn hefði hörfað frá héraðinu og Rússar hefðu full yfirráð yfir héraðsborginni Tskhinvali. Þúsundir hafa flúið svæðið eftir hörð átök þar sem vel á þriðja þúsund manns hafa fallið, bæði í Suður-Ossetíu og landamærabænum Gori.
Átökin voru mun minni í dag í Suður-Ossetíu en síðustu dagana í kjölfar þess að Rússar tóku yfir og Georgíumenn hörfuðu. Þeir sem flúðu svæðið hafa sagt við BBC að átökin haldi áfram af fullum þunga í úthverfum Tskhinvali, en hinsvegar hafi róast yfir í borginni sjálfri.
Fregnir eru um loftárásir Rússa, t.d. á herflugvellinum við Tbilisi og í vesturhéruðum landsins, t.d. í Zugdidi og Abkazíu, sem er undir stjórn Georgíu, eins og fram kom í frétt Eyjunnar í morgun.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Sæl Adda mín.
Þetta er mikil skelfing og því miður enginn utanaðkomandi að reyna að stöðva þessa stríðsglæpamenn.
Býð spennt eftir tölvupósti með u..s....t....
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.8.2008 kl. 20:51
Þetta finnst mér óttalegt. Heil borg í rústum og fólkið, það líður auðvitað.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.8.2008 kl. 12:12
tetta er mjog sorglegt mal.knus a linuna
Adda bloggar, 12.8.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.