Nýjar upplýsingar um að Madeleine hafi verið rænt af barnaklámhring í Belgíu

Devil

madeleine-mccann1.jpgEnn koma fram nýjar upplýsingar varðandi ránið á Madeleine McCann semvar rænt í Portúgal 3. maí 2007.

Breska lögreglan mun hafa fengið upplýsingar um það í mars 2007 að Madeleine McCann hefði hugsanlega verið rænt af mönnum úr hring barnaníðinga, sem höfðu fylgst með henni í þrjá daga fyrir ránið.

Daily Telegraph og The Sun sögðu frá því í dag að tölvupóstur sem var birtur í vikunni og var hluti af gögnum málsins í vörslu portúgölsku lögreglunnar, hafi innihaldið upplýsingar um þetta.

Samkvæmt upplýsingum þessara dagblaða var tölvupósturinn sendur 4. maí frá Metropolitan-lögreglunni í London til lögreglunnar í Leicestershire, heimabæjar Madeleine, og þaðan áframsendur til Portúgal mánuði seinna.

Í tölvupóstinum, sem bæði dagblöðin birtu, segir að líklega hafi barnaklámhringur staðsettur í Belgíu pantað ungt stúlkubarn þremur dögum áður en Madeleine var rænt.

Einhver tengdur hópnum sá Madeleine og tók myndir af henni sem voru sendar til Belgíu. Hópurinn samþykkti stúlkuna og Madeleine var rænt, segir í lögregluskýrslunni.

The Daily Telegraph segir að Interpol hafi verið látið vita og beðið að rannsaka málið, en ekkert virtist hafa komið út úr því.
Í gær var sagt frá því á eyjunni að rétt eftir ránið hefði Madeleine sést í Amsterdam með portúgölskum manni og konu sem talaði með frönskum hreim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Þetta mál er með ólíkindum bara.  Að þetta skuli geta verið svona.  Barn hverfi bara og enginn veit neitt.  En líka að skilja barnið eftir eitt inná herbergi finnst mér nú líka pínu míkið kæruleysi.

KNús úr sveitinni.

JEG, 7.8.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Adda mín.

Takk fyrir síðast. Sammála JEG. Ábyggilega er mörgum börnum rænt vegna svona liðs sem misnota blessuð börnin. En ég skil aldrei í foreldrunum að skilja börnin ein eftir í herberginu og fara út á djammið. Þau áttu nóga peninga til að borga fóstru til að passa börnin á meðan þau voru með vinum sínum.

Bíð spennt eftir uppskriftinni.

Spennt að vita framhaldið um N...g

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.8.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er ægilegt að hugsa til telpunnar og hve örlög hennar hafa verið.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.8.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband