29 afbrotamenn teknir af lífi í Íran

 Frown

 

iran-hang.jpg29 afbrotamenn voru hengdir í Teheran, höfuðborg Íran, í dag, að fyrirskipun stjórnvalda. Allir höfðu þeir verið dæmdir til dauða eftir réttarhöld að sögn íranska ríkissjónvarpsins sem tilkynnti um aftökuna. Voru þeir dæmdir t.d. fyrir eiturlyfjaviðskipti, nauðganir, morð og vopnuð rán.

Aftökur fara fram reglulega í Íran en sjaldgæft er að svo margir séu teknir af lífi í einu. Írönsk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd á alþjóðavettvangi fyrir grimmdarlega stjórnarhætti og mannúðarsamtök fjalla sérstaklega um hversu algengar aftökur séu í landinu.

Tilkynnt var samhliða fréttaflutningi af aftökunum að búast megi við að 30 manns í viðbót verði teknir af lífi á næstu vikum, sakaðir um svipuð afbrot. Stjórnvöld segja að með því að taka á erfiðum málum megi Íran verða laus við eiturlyf og glæpi. Áður hafa stjórnvöld neitað því með öllu að samkynhneigð sé til í landinu.

Frá valdatöku harðlínumanna árið 1979 hefur dauðarefsingu verið beitt í málum er tengjast morðum, nauðgunum, framhjáhaldi, vopnuðum ránum og eiturlyfjasmygli.

Amnesty International fullyrðir að 317 manns hafi verið líflátnir í Íran á árinu 2007. Aðeins í Kína fara fleiri aftökur fram í heiminum en í Íran.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er ömurlegt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.7.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Adda bloggar

jÁ þetta er mjög sorglegt.biðjum fyrir þessu málefni. zagmag.blogspot.com

Adda bloggar, 30.7.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Adda mín. Þetta er alveg hræðilegt. Þvílík mannvonska.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.7.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband