Fjögurra mánaða barn gisti fangageymslur í Keflavík


logreglakeflavik.jpgFjögurra mánaða barn gisti fangageymslur lögreglunnar í Keflavík síðustu nótt, ásamt foreldrum sínum. Þau voru handtekin á mánudagskvöld með 180 grömm af hassi í fórum sínum. Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði parið við reglubundið eftirlit og fann efnið við leit í bifreið þeirra.

Auk þess var leitað á heimili þeirra og þar fannst lítið magn af hassi. Voru fíkniefnin ætluð til sölu. Voru þau með barn sitt í för í söluleiðangrinum og faðirinn, sem var undir stýri, reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. Hefur hann komið við sögu lögreglunnar áður.

Barnið gisti ásamt foreldrum sínum fangageymslur í Keflavík. Voru barnaverndaryfirvöld látin vita og fylgdust þau vel með stöðu mála. Var móðurinni gefinn kostur á að sækja dót til að geta sinnt barninu, en hún vildi ekki að það væri hjá ættingjum.

Parið var látið laust eftir yfirheyrslur eftir hádegið í dag og fór að því loknu með barnið heim. Málið er mjög óvenjulegt og litið alvarlegum augum. Rannsókn málsins stendur enn yfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er mjög sorglegt Adda mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.7.2008 kl. 16:10

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Adda mín.

Þetta er mjög sorglegt. Sumir eiga alls ekki að eiga börn en svo eru aðrir sem þrá börn, eru reglufólk og hafa góðar tekjur en þá er eitthvað að. Stundum hægt að hjálpa fólkinu með læknishjálp og stundum ekki. Á meðan sjáum við svona dæmi. Pabbi barnsins er undir áhrifum vímuefna og það finnast vímuefni í bílnum.

Megi almáttugur Guð vernda þetta barn.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.7.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: JEG

Ótrúlegt svona. En svona er Ísland í dag.  Aumingja barnið en þó það hefur sem betur fer ekki vit á þessu. En að fólk skuli gera svona það er svo önnur saga.

Knús og klemm úr sveitinni.

JEG, 24.7.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband