Fyrirbærið dogging sem á upptök í Englandi hefur ratað til Danmerkur, segir á dr.dk, einkum í danska skóga, á bílastæði, almenningsgarða og á strendurnar.
Dogging felst í því að bláókunnugt fólk hittist undir berum himni og fullnægir þörfum sínum.
dr.dk segir fyrirbærið ekki bara hafa náð til Danmerkur heldur hafi það breiðst út um alla Evrópu.
Fólk sem ekki þekkist hittist fyrst á netinu þar sem tími og staður er ákveðinn. Oftar en ekki eru valdir fjölfarnir staðir og þeim sem eiga leið um er velkomið að kíkja.
Orðið dogging kemur því ekkert við hvernig hundar elskast heldur er setningin ég ætla út með hundinn gjarnan notuð þegar fólk fer á þessi stefnumót.
Ástarleikir undir berum himni eru ekki nýir af nálinni, en aðferðin er ný og verður sífellt vinsælli.
Internetið hefur haft þau áhrif að auðvelt er að ná sambandi við fólk sem hefur sömu áhugamál og maður sjálfur og ég verð vör við aukinn áhuga á þessu, segir kynlífsfræðingurinn Lena Vedel Thinggard í samtali við dr.dk.
Nafnleysið á netinu gerir fólki kleift að búa til hvaða ímynd sem því sýnist, en stefnumótið er í flestum tilfellum fantasía sem verður að veruleika. Sumum finnst auðveldara að sleppa fram af sér beislinu með einhverjum sem það þekkir ekkert.
Lena segir líka að hættan á að sjást virki hvetjandi á suma.
Áður voru það aðallega karlmenn sem sóttust eftir kynlífi án skuldbindinga en nú eru konur ekki síður áhugasamar um þetta og í dag er skiptingin milli kynjanna nokkuð jöfn. Fólk ætti samt að vera meðvitað um að þetta er hættulegur leikur. Það er alltaf áhætta að hitta bláókunnugt fólk á þennan hátt og þá er hættan á kynsjúkdómum mikil, segir Lena Vedel Thinggard.
Athugasemdir
Magnaðar pælingar og niðurstöðurnar skuggalegar. En svona er lífið fullt af einhverju sem maður ekki skilur neitt í. En ef allri væru eins og hugsuðu eins úfff ekki gaman þá.
Knús og klemm úr sveitinni mín kæra.
JEG, 15.7.2008 kl. 11:52
Dogging er rétta orðið.
Vil kasta á þig kveðju líka en ég hef nú ekki verið mikið hér vegna veikinda undanfarið og er að fara fyrsta blogghringinn minn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.7.2008 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.