Innherjarannsókn á íbúðabréfaviðskiptum Landsbanka vísað til FME

Shocking

landsbanki300×200.jpgÞórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, staðfesti við fréttastofu Útvarps í kvöld að rannsókn á viðskiptum Landsbankans með íbúðabréf 19. júní s.l. hafi verið vísað til Fjármálaeftirlitsins.

Rannsóknin snýst um hvort Landsbankinn misnotaði trúnaðarupplýsingar um breytingar á Íbúðalánasjóði til kaupa á bréfunum þennan dag. Viðskipti Landsbankans með bréfin voru margfalt meiri en annarra banka.

Þórður segir að gögn sem skoðuð hafi verið vegna málsins, gefi til kynna að fjárfestar gætu hafa haft mismunandi upplýsingar á markaði þennan dag. Hann tekur hinsvegar fram að með því sé ekki verið að fullyrða að um brot hafi verið að ræða, og því sé málið sent til Fjármálaeftirlitsins til frekari rannsóknar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Gott að það á að skoða málið.

Guð blessi þig og þína

Góða helgi stóra fjölskylda

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband