Ólöf Guðný hættir störfum

Bandit

 

 

olofgudny.jpgÓlöf Guðný Valdimarsdóttir, fráfarandi aðstoðarmaður borgarstjóra, segir í Fréttablaðinu í dag að þau borgarstjóri hafi ekki verið sammála um áherslur á viðfangsefni. Ólöf Guðný lætur af störfum sem aðstoðarmaður borgarstjóra nú um mánaðarmótin.

 

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir ekkert liggja fyrir um hver taki við af henni en það komi í ljós á næstunni. “Stærsta verkefnið er að gera borgarbúum grein fyrir öllu því sem við höfum gert,” segir Ólafur.

 

“Við vorum ekki sammála um áherslur á viðfangsefni,” hefur blaðið eftir Ólöfu Guðnýju þegar það spyr hvort trúnaðarbrestur hafi orðið milli þeirra borgarstjóra. Hún segist að öðru leyti ekki vilja tjá sig um orsakir starfslokanna.

Borgarstjóri neitar ágreiningi við fráfarandi aðstoðarmann sinn. „Ólöf Guðný mun starfa áfram með meirihlutanum að skipulagsmálum eins og hún hefur gert frá upphafi,” segir Ólafur. “Hún nýtur fulls trausts og virðingar.”

Ólöf Guðný verður áfram í skipulagsráði borgarinnar fyrir hönd F-lista. “Ólafur fór þess á leit við mig að ég sæti áfram í skipulagsráði. Vegna mikils stuðnings sem ég hef fundið frá meirihluta og minnihluta og ekki síst eindreginna óska formanns ráðsins hef ég fallist á að sitja þar áfram um óákveðinn tíma,” segir Ólöf. Ólöf Guðný er arkítekt að mennt og gerir ráð fyrir að hverfa aftur til fyrri starfa á teiknistofu sem hún hefur rekið um árabil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Gasalegt fjör í Ráðhúsinu eins og venjulega.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.6.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband