Nú síður vel á skapi mínu, og ég er virkilega reið!Hvað í ansk eru þjónar kirkjunnar að hugsa?Hvað varð um náugnarkærleikann sem kirkjan boðar?Ég og annað fólk höfum spurt okkur þessarar spurningar síðustu daga og vikur!Sr Pétur var yndislegur maður, prestur af hjarta og huga, það verður ekki sagt um þá alla!Mér finnst verið sé að sverta minningu um eitt fallegasta blóm þjóðkirkjunnar.Hvað varð um öll fallegu orðin sem sögð voru yfir moldum, þessa yndislega prests, fóru þau með honum í gröfina?Ég átti því láni að fagna að kynnast þeim heiðurshjónum, sr Pétri og konunni hans, hann þjónaði kirkju í minni sveit.Reyndist börnunum mínum vel, skarð hans verður aldrei fyllt!
Ásta Flosadóttir skrifar opið bréf til biskups um þetta mál, og er ég henni að öllu leiti samála!Einnig hefur Guðný Sverrisdóttir vakið athygli á málinu, og ég er henni þakklát ásamt sveitastjórn Grýtubakkahrepps að álykta um málið!Enda standa íbúar sveitarinnar fast að baki sínu fólki!Ég mun glöð segja mig úr þjóðkirkjunni Laufásfólkinu til stuðnings!Þetta er til skammar við jafn yndislegt fólk og Þórarinn og fjölskyldu, eins mikið og þau hafa lagt í jörðina!Ég vona að biskup lesi bréfið sem Ásta Flosadóttir ritaði!Vil ég svo enda þetta á ljóðlínum sr Péturs sjálfs.
Í BLJÚGRI BÆN
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín. Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
með kv Adda Laufey Egilsdóttir.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Það sýður síður en svo á skapi mínu vegna þess meinta óréttlætis sem þú talar hér um, Adda. Laufás er kirkjujörð og tilheyrði aldrei sem eign þeim góða manni Pétri heitnum, og aldrei hefði hann ásælzt jörðina fyrir sjálfan sig. (Og ég þekkti Pétur sennilega betur en þú.)
Næsti embættismaður á staðnum á að taka við prestsetrinu með öllum þeim skyldum og réttindum sem því fylgja og annast það til hagsbóta fyrir kirkju og söfnuð. Of oft hafa prestar eða synir þeirra og pólitíkusar reynt að ráða lönd og jarðir undan kirkjunni og tekizt það; ennfremur hafa ábúendur sumir fest sig í sessi þrátt fyrir brot sín á ábúðarsamningi (dæmi: í Hraungerði í Flóa). Á svona málum þarf að taka styrkum höndum strax frá upphafi.
Ég er 100% sammála viðhorfi sr. Halldórs Gunnarssonar í Holti um þetta mál í 24 stundum í dag, bls. 12, og þykja mér andsvör Þórarins Péturssonar þar afar snautleg og bera vitni um þrjózkufullan huga gagnvart réttri skipan þessara mála.
Að höfða hér til "náungakærleika" er út í hött. Þórarinn er að biðja um sérréttindi, fram hjá öllum reglum, og er nú þegar búið að bjóða honum 4ra ára umþóttunartíma, sem hann hafnar í þótta. Vel er mér kunnugt, að fjölskyldan, einkum Ingibjörg og Pétur, hafa gert mjög vel fyrir Laufás og það minjasafn sem þar hefur verið komið á fót, en þau hafa væntanlega fengið það launað sem vert er. Hafi Þórarinn lagt í einhverjar jarðarbætur, á hann sömuleiðis heimtingu á endurgjaldi fyrir það – en ekki á jarðnæðinu sjálfu, svo mikið er víst.
Jón Valur Jensson, 9.2.2008 kl. 17:23
Bara örstutt athugasemd
Mig langar til þess að biðja fólk um að hætta nafn Séra Péturs í þessu sambandi því nóg hefur fjölskylda hans þjáðst svo ekki sé ítrekað verið að bera nafn hans á góma í þessu málum. Leyfum honum að hvila í friði og ró. Hann er látin, þetta eru málefni sem snúa að Þórarni og Kirkjunni, gefum þessu aðilum svigrúm til þess að semja sín á milli.
kv
Axel
Axel Eyfjörð (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 17:48
Prestssetrið Laufás í Eyjafirði.Greinarhöfundur býr nú ásamt eiginkonu sinni í Garðabæ. Greinarhöfundur er fæddur og uppalinn 1 km frá Laufáskirkju og man því sögu margra Laufáspresta, embættisskipti þeirra og búflutninga frá Laufási síðustu 52 árin:
Fyrsti endurminningadagur í lífi greinahöfundar sem þá var þriggja ára var þegar greinarhöfundur var staddur á miðju Laufástúninu í Laufási. Það var kveðjustund.
Faðir greinarhöfundar var þar staddur með með séra Þorvarði til að ganga frá lausum endunum varðandi bújörðina Laufás þar sem séra Þorvarður vegna heilsubrests var að láta af störfum í Laufási og flytja búferlum með fjölskyldu sína til Reykjavíkur.
Greinahöfundur upplifði síðar svipaðar þrungnar tilfinninga og kveðjustundir þegar séra Birgir Snæbjörnsson, séra Jón Bjarmann og fjölskylda, séra Bolli Gústafsson og fjölskylda brugðu búi og fluttu búferlum vegna mismunandi ástæðna frá prestsetrinu í Laufási.
Séra Jón Bjarmann, séra Bolli Gústafsson og séra Pétur Þórarinnsson voru allir afleysingakennarar greinahöfundar á uppvaxrarárum hans við grunnskólann á Grenivík.
Ekki þarf að fjölyrða um það hér í grein þessari að með öllum ofantöldum prestum í Laufási og greinahöfundi mynduðust mikil og persónuleg tengsl í gegnum tíðina.
Í Laufássókn á framangreindu 52 ára tímabili sátu í sóknarnefnd Laufássóknar þar til kjörnir fulltrúar sem flestir voru bændur.
Ekki þarf að fjölyrða um það í grein þessari að sóknarnefndarfulltrúar þessir lentu oft á tíðum í kröppum dansi við úrlausn mála þegar upp komu ágreiningsmál varðandi störf sitjandi presta í Laufási og eða þegar sitjandi sóknarprestar ákváðu sjálfir að láta af störfum sem sóknarprestar í Laufási. Að auki þurftu sóknarnefndarfulltrúar þessir að hafa fullt samráð við sóknarnefndarfulltrúa Grenivíkur og Svalbarðssóknar þar sem sitjandi sóknarprestur í Laufási hafði þessi 3 prestaköll til að sinna í störfum sínum.
Að sjálfsögðu hafa myndast í gegnum tíðina mikil og persónuleg tengsl með öllum ofannefndum prestum í Laufási og öllum sóknarnefndarfulltrúum Laufás, Grenivíkur og Svalbarðssóknar.
Eins og gengur í mannana samfélagi koma oft upp ágreiningsmál. Það sama á að sjálfsðgðu við um sóknarpresta við Laufás, Grenivíkur og Svalbarðssókn. Oft á tíðum og eðli mála samkvæmt tengdust sitjandi sóknarprestar oft skólanefnd Grenivíkurskóla.
Í öllu framannefndu söguferli og án undartekninga leystu sitjandi forráðamenn, formenn og sóknarnefndarmenn allra ofannefndra sókna öll ágreiningsmál sem upp komu með viðeigandi og einum hætti. Þar að segja að tryggja starfandi sóknarpest í sóknum Laufás, Grenivíkur og Svalbarðssóknar.
Aldrei í sögunni hafa forráðamenn og sóknarnefndarfulltrúar Laufás, Grenivíkur og Svalbarðssóknar fjallað sérstaklega um fjölskylduaðstæður fráfarandi prestsfjölskyldu. Án undantekninga framkvæmdu sitjandi forráðamenn, formenn og sóknarnefndarmenn prestaskipti í Laufási á einn eftirfarandi veg. Sóknarprestur og fjölskylda hans fer og nýr sóknarprestur og fjölskylda hans kemur.
Greinarhöfundur þekkir alla sóknarnefndarfulltrúa sem setið hafa í Laufássókn sl. 52 ár. Flestir voru þeir og eða eru bændur. Allir eiga þeir eitt sameiginlegt ! Þeir fylgdu sinni bestu sannfæringu í störfum sínum í allri úrlausn mála í Laufássókn. Þeir létu tilfiningasemi og persónuleg tengsl sín við sitjandi sóknarpresta og fjölskyldur þeirra aldrei bera sig ofurliði við og í ákvarðanatökunni við að tryggja starfandi sóknarprest í Laufási. Þetta voru hetjur sem þorðu að stjórna og taka farsælar ákvarðanir til lengri tíma litið án þess að missa dómgreind undir samfélagspressu og í tímabundinni skammtíma tilfinningasemi.
Nú er séra Pétur Þórarinnsson allur. Greinarhöfundur vill nota þetta tækifæri til að þakka honum og þeim prestum sem setið hafa í Laufási sl. 52 ár fyrir kennslu þeirra, hjálp og uppbyggingastörf í gegn um tíðina fyrir greinahöfund fjölskyldur hans og vini.
Nú þegar þarf nýjan sóknarprest á jörðina Laufás.
Það eru yfirgnæfandi líkur á því í nútíma samfélagi að fjölskylduaðili með maka og börn sé sá sóknarprestur sem næst verður kjörin til búsetu á jörðina Laufás og til að þjóna þaðan sóknunum 5 samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. Ekkert getur breytt því nema eftirfarandi:
Fjölmiðlasagan að undanförnu segir núverandi embættisstjórnunarhætti við jörðina Laufás of lina. Seinagangur er einungis til að valda úlfúð og tefja komandi nýjan prest til ábúðar á jörðina Laufási. Töfum þarf tafarlaust að linna ! Komið er að framkvæmd.
Sveitastjórn Grýtubakkakrepps eða hluti hennar er hugarfarslega ekki langt frá tilfinningasemi, ranghugmyndum og dómgreindarskorti í fjölmiðlaumfjöllun sinni að undanförnu í núverandi málefnastöðu prestssetursjarðarinnar Laufás. Að sjálfsögðu er það ómeðvitaður hluti sorgarferils nefndra sem ekki má blinda eða binda viðeigandi Kirkjunar embættismenn til tafarlausra framkvæmda.
Freygarður E Jóhannsson
Freygarður E Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.