2007-10-31
takk fyrir mig elskurnar!
þakka ykkur fyrir allar kveðjurnar, kæru bloggvinir.ég fór í vaxtasónar í gær, komin 34 vikur.litli gosinn minn er orðinn heil 3 kíló, ætlar að verða stór eins skúli minn var.annars er allt gott að frétta af okkur fjölskyldunni.læt smá ljóð fylgja í minningu elsku afa Braga.
Ég horfi yfir hafið
um haust af auðri strönd,
í skuggaskýjum grafið
það skilur mikil lönd.
Sú ströndin strjála' og auða,
er stari' eg héðan af,
er ströndin stríðs og nauða,
er ströndin hafsins dauða,
og hafið dauðans haf.
En fyrir handan hafið
þar hillir undir land,
í gullnum geislum vafið
það girðir skýjaband.
Þar gróa' í grænum hlíðum
með gullslit blómin smá,
í skógarbeltum blíðum
í blómsturlundum fríðum
má alls kyns aldin sjá.
Þar sé ég sólu fegri
á súlum standa höll
í dýrð svo dásamlegri,
hún drifin gulli' er öll.
Þar sé ég fylking fríða
og fagurbúna sveit
um ljóssins sali líða
með ljóssins ásýnd blíða
í unaðs aldinreit.
Ég hljóður eftir hlusta,
ég heyri klukkna hljóm.
Hve guðleg guðsþjónusta
er Guðs í helgidóm!
Ég heyri unaðsóma
og engla skæra raust,
um Drottins dýrðarljóma,
um Drottins verk þeir róma
um eilífð endalaust.
Er þetta hverful hilling
og hugarburður manns?
Nei, það er fögur fylling
á fyrirheitum hans,
er sýnir oss í anda
Guðs eilíft hjálparráð,
og stríðsmenn Guðs þar standa
við stól hins allsvaldanda.
Þar allt er eilíf náð.
Valdimar Briem
Ég horfi yfir hafið
um haust af auðri strönd,
í skuggaskýjum grafið
það skilur mikil lönd.
Sú ströndin strjála' og auða,
er stari' eg héðan af,
er ströndin stríðs og nauða,
er ströndin hafsins dauða,
og hafið dauðans haf.
En fyrir handan hafið
þar hillir undir land,
í gullnum geislum vafið
það girðir skýjaband.
Þar gróa' í grænum hlíðum
með gullslit blómin smá,
í skógarbeltum blíðum
í blómsturlundum fríðum
má alls kyns aldin sjá.
Þar sé ég sólu fegri
á súlum standa höll
í dýrð svo dásamlegri,
hún drifin gulli' er öll.
Þar sé ég fylking fríða
og fagurbúna sveit
um ljóssins sali líða
með ljóssins ásýnd blíða
í unaðs aldinreit.
Ég hljóður eftir hlusta,
ég heyri klukkna hljóm.
Hve guðleg guðsþjónusta
er Guðs í helgidóm!
Ég heyri unaðsóma
og engla skæra raust,
um Drottins dýrðarljóma,
um Drottins verk þeir róma
um eilífð endalaust.
Er þetta hverful hilling
og hugarburður manns?
Nei, það er fögur fylling
á fyrirheitum hans,
er sýnir oss í anda
Guðs eilíft hjálparráð,
og stríðsmenn Guðs þar standa
við stól hins allsvaldanda.
Þar allt er eilíf náð.
Valdimar Briem
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mikið er þetta fallgegt Adda mín. Gaman að litli gosinn dafnar vel.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.10.2007 kl. 23:15
Fallegt ljóð dúlla , gott að prinsinn dafnar vel svoleiðis á það að vera , vona að þér líði líka vel þegar það fera að lýða á seinihlutan hjá þér á þessari meðgöngu . Hafðu það sem allra best og vertu dugleg að hvíla þig þegar þú getur .
Klemm og knúss
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 8.11.2007 kl. 19:30
Vá 34 vikur til hamingju. Það er frábært að ganga með barn. Njóttu !
Fiðrildi, 12.11.2007 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.