Indverskar “leigumæður” fyrir vestrænar konur sífellt algengari


ofrisk.jpgIndverskar konur hafa fundið ráð til að komast út úr fátæktargildrunni og bjóðast í auknum mæli til að vera svokallaðar “hrafnamæður” fyrir vestrænar konur sem ekki geta átt börn.

Fyrir 30.000 dollara, eða rúmar 2 milljónir króna, geta vestrænar konur keypt “pakka” sem inniheldur leigumóður, ferðakostnað hennar og þjónustu á frjóvgunardeildum í bæjunum Bhopal, Indore og Anand.

Af 30.000 dollurunum fá indversku mæðurnar reyndar ekki nema milli 3.000 og 7.500 dollara (2-550.000 kr),  en það er engu að síður mikil upphæð fyrir þær og gerir líf þeirra og fjölskyldna þeirra auðveldara.

Meðaldaglaun ófaglærðs Indverja eru einn dalur en innkoma leigumóðurinnar samsvarar launum hans í tuttugu ár.

Frjósemisdeildirnar í suður-indversku bæjunum Bangalore og Indore þéna líka feitt en árlega er reiknað með að deildirnar fái  alls 450-500 milljóna dollara, eða um 35 milljarða króna, í tekjur af þessari þjónustu.

Í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem ekki er bannað að fá leigumóður, kostar það þrisvar sinnum meira en í Indlandi.

tekið af eyjan.is

ps.heilsan er öll að koma til hér á bænum, nú er bara að bíða eftir að vori og blóm í hagaHeart.

addaJoyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

löglegt en siðlaust

Ólafur Jóhannsson, 25.3.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Adda bloggar

takk fyrir valli minn

Adda bloggar, 26.3.2008 kl. 11:03

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Adda mín. Gott að heyra að heimilisfólkinu er að batna. Ég segi nú bara hvað er næst? Þetta er svo siðlaust en Indversku konurnar hika ekki því þetta er mikill peningur fyrir þær.

Guð blessi ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.3.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband