Amma mín kvaddi á sunnudag

elsku amma mín er látinn.BlushCryingFrown
 
hún lést á sjúkrahúsinu á akureyri sunnudaginn 15 des á yndislegasta tíma ársins.dauði hennar var líkn, eftir hörð og vægðarlaus veikindi, hún var tilbúinn í ferðina yfir heiðina.amma mín var mitt austur og vestur, ég er vissulega feginn að hún fékk  að fara, en eftir situr söknuður og sorg.
Ásta Baldvinsdóttir var fædd 14 apríl 1935 á Eiríkstöðum í skagafirði, hún ólst upp í sæmundarhlíð á dæli til fullorðinsára.Amma bar alltaf miklar taugar til Skagafjarðar og hun sagði mér mikið frá uppvexti sínum þar.
 
um leið og ég kveð þig elsku amma mín, með djúpu þakklæti og ást.takk fyrir að vera til í mínu lífi.við hittumst seinna. þín adda
 

Ó, vef mig vængjum þínum,
til verndar, Jesú, hér.
Og ljúfa hvíld mér ljáðu,
þótt lánið breyti sér.
Vert þú mér allt í öllu,
mín æðsta speki' og ráð,
og lát um lífs míns daga
mig lifa' af hreinni náð.

Tak burtu brot og syndir
með blóði, Jesú minn.
Og hreint mér gefðu hjarta
og helgan vilja þinn.
Mig geym í gæslu þinni,
mín gæti náð þín blíð,
að frið og hvíld mér færi
hin fagra næturtíð.


Lina Sandell - Berg / Magnús Runólfsson
 
kerti
 
ps.segi eins og rúnar júll"það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig"CryingHeart
HeartHeartHeartHeart
 
Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.

Í gegnum móðu' og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.

Þín braut er þyrnum þakin,
hver þyrnir falskur koss.
Ég sé þig negldan nakinn
sem níðing upp á kross.
Ég sé þig hæddan hanga
á Hausaskeljastað.-
Þann lausnardaginn langa
var líf þitt fullkomnað.

Að kofa og konungshöllum
þú kemur einn á ferð.
Þú grætur yfir öllum
og allra syndir berð.
Þú veist er veikir kalla
á vin að leiða sig.
Þú sérð og elskar alla,
þó allir svíki þig.

Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.

Davíð Stefánsson
Guðrún Böðvarsdóttir
Páll Ísólfsson
Sigvaldi Kaldalóns

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Ég samhryggist þér mín kæra.  Blessuð sé minning hennar.

Knús og kveðja úr sveitinni, vona að þú njótir aðventunnar eins og unnt er. 

JEG, 17.12.2008 kl. 15:16

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið er þetta fallegt Adda mín. Ég votta þér mína innilegustu samúð vegna lát ömmu þinnar.

Það er annað. Ég fæ aldrei tilkynningar um að þú hafir bloggað á bloggvinalistanum mínum og ég veit ekki hvers vegna. Ég lít alltaf inn ef þú skrifar athugasemdir hjá mér. En ég hélt að þú hefðir ekkert verið á blogginu lengi. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.12.2008 kl. 16:21

3 identicon

Skottan mín, við samhryggjumst þér svo sannarlega, en gleðjumst með þér í leiðinni. Ég veit að gamla konan var svo miklu meira í þínum augum en "bara amma" Nú er hún loksins komin til Dodda afa eins og hún þráð svo mjög. Hún var búin að vera svo mikið veik í  mörg ár. Ég veit að þú átt fullt af fallegum minningum um þau bæði, yljaðu þér yfir þeim . . .Vona að þú getir notið jólahátíðarinnar með fjölskyldu þinni. Og farir svo varlega yfir fjöllin á milli hátíðanna...Kv/t-ma

xx (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 10:20

4 Smámynd: Tiger

Elsku Adda mín, samhryggist þér vegna ömmu þinnar.

Óska þér samt innilega góðrar jólahátíðar - megi ljós og friður fylgja þér og þínum inn í nýtt ár. Knús og kram á þig og þína Adda mín ..

Tiger, 24.12.2008 kl. 20:58

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl og blessuð

Guð gefi þér go þínum gleðileg Jól og farsælt komandi ár.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 00:50

7 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég samhryggist þér innilega. Þó að líkn sé í dauða hinna fárveiku er samt alltaf tómleiki, söknuður og óuppfyllt skarð sem eftir situr. Gott til þess að vita að hún sé á betri stað.

 Guð blessi ykkur, huggi og varðveiti yfir hátíðirnar. Bið Guð að gefa ykkur gleðilegt nýtt ár og þakka kærlega fyrir þá blessun sem þú ert. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.12.2008 kl. 01:29

8 Smámynd: JEG

Síðbúin jóla og áramótakveðja úr sveitinni mín kæra. 

JEG, 30.12.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband