2008-11-22
hæ elskurnar,langt frá síðasta bloggi!
hæhæ elskurnar mínar
langt frá síðasta bloggi, bið ykkur að afsaka það allt samann............
En við höfum verið í vikufríi og erum stödd á norðurlandi, nánar tiltekið á íllugarstöðum í fnjóskadal.Tókum okkur bústað á leigu með heitum pott og höfum átt æðislegt frí, fékk að stelast í tölvu hjá vinarfólki sigga til að láta ykkur vita frá okkur.Kristófer Örn fór í smá aðgerð síðasta mánudag og fékk rör í eyrun, en aðgerðin gékk ofsalega vel.hann stóð sig eins og hetja og grét voðalega litið.
hérna er litli prinsinn minn að vakna eftir svæfinguna

hann er auðvitað fallegasti prins á þessari jörð
.

meira seinna kv adda
Athugasemdir
Gott hjá ykkur að fara í frí og njóta lífsins,ég held að það sé allt of lítið gert af slíku í okkar samfélagi,,,en njóttu þess.Knús til þín og batakveðjur á litla manninn..
Björk töffari (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:51
Æ hvað mér brá þegar ég sá myndirnar en þegar ég las stendur að hann hafi farið í smá aðgerð og allt gengið vel. Ég varpaði öndinni léttar Adda mín. Gaman að sjá að þú ert farin að blogga aftur. Mér hefur orðið hugsað til þín. Bestu kveðjur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.11.2008 kl. 11:37
Æææjjj litli snúllinn vonandi er hann orðinn hress eftir þetta. Það er alveg ótrúlegt hvað þessir litlu gullmolar eru miklar hetjur. Oft miklu meiri hetjur en við stórafólkið. Knús og klemm úr Hrútósveitó.
JEG, 24.11.2008 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.