Frönsk uppskrift

skinku-osta fonduHappy
 
750 gröm litlar kartöflur
Salt
1 teskeið kúmen
50 gröm góð skinka
1 matskeið olía
450 gröm Emmentaler ostur
150 gröm rjómaostur með kryddjurtum
3 desilítrar hvítvín
2 teskeiðar sítrónusaft
2 teskeiðar hveiti
Nýmalaður hvítur pipar
Rifin múskathneta
 
adferdHeart
 
Skolið kartöflurnar. Sjóðið í tuttugu mínútur í vatni kryddað með salti og kúmeni.
Skerið skinkuna í litla teninga og snöggsteikið í olíu. Rífið Emmentaler ostinn. Hellið rjómaostinum og skinkunni í fondupott og bætið við sítrónusafa og hvítvíni, látið koma upp suðu. Setjið Emmentaler ostinn í smám saman á meðan hrært er í pottinum, hrærið þangað til osturinn er alveg bráðnaður. Hrærið hveitið út í kalt vatn (cirka 2 matskeiðar vatn) og hellið í fonduið. Látið suðuna koma upp aftur og kryddið með pipar og múskati. Skerið kartöflurnar í helminga og dýfið í ostafonduið.

Gott er að bera þetta fram með rauðvíni og paprikkusalati með baunaspírum og súrum gúrkum.

Undirbúningur cirka 1 klukkutími. 
 
250px-Cheese_market_Basel
 
verdi ykkur ad gódu.
 
 
ps.afsakid stafina en lyklabordid fór í verkfall, kv AddaW00t.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

ummmm...... *slef*

kvaðja úr sveitinni

JEG, 14.8.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband