Vísur og ljóð.óður til lífsins


Páll Ólafsson

Blessuð vertu sumarsól




Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.

Þú klæðir allt í gull og glans,
þú glæðir allar vonir manns,
og hvar sem tárin hvika á kinn,
þau kyssir geislinn þinn.
Þú fyllir dalinn fuglasöng,
nú finnast ekki dægrin löng,
og heim í sveitir sendirðu æ
úr suðri hlýjan blæ.

Þú frjóvgar, gleður, fæðir allt
um fjöll og dali og klæðir allt,
og gangirðu undir, gerist kalt,
þá grætur þig líka allt.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
 
 
 
 
Glitter Graphics
 
 
Einar Sigurðsson í Eydölum

Þakkarbæn fyrir barnaheill
(brot.)




Veittu mér dýrðar drottinn
dag og nótt lofgjörð fagra
að inn aþér út af munni
áður í hjartað skráða
fyrir barnaheill eins og allar
ástgjafir þínar bestu.
Láttu mín þessi þrettán
þýð börn lukku bíða.

Syni á ég sjö til vonar
set ég Odd fyrst í letri,
Sigurður sæll mun verða
sýslar trúlega Gísli,
Ólafi hjúin öll hæla,
Höskuld tel ég geðröskvan,
Eiríkur og Jón líkjast
ungir af snjallri tungu.

Dætur eru sex í sveitum,
Sesselju fyrst að telja.
Margrét mín skal heita,
meira hlýði ég Sigríði,
Anna er orðsnjöll kvinna,
allfróð Gunna móðir,
Herdís hornsóp lærir
hugarsvinn verklag hinna
 
 
 


Glitter Graphics
 
 

Ég bið að heilsa


Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.

Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt að kinnum fríðum.

Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.
Þröstur minn góður! Það er stúlkan mín.

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Innlitskvitt og knús mín kæra. Falleg ljóð.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 30.7.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Adda mín.

Þú ert aldeilis þjóðleg. Falleg ljóð

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.7.2008 kl. 23:34

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góða Adda, svona á að gera þetta!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband