SKULDASTAÐA LSH


lsh.jpgSkuldastaða Landspítala gagnvart birgjum hefur versnað undanfarna mánuði og nú nema gjaldfallnar skuldir hundruðum milljóna, er haft eftir Knúti Signarssyni, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, í Fréttablaðinu.

Knútur segir þetta afar slæmt þar sem aðgangur að lánsfé sé lítill um þessar mundir og segist hræddur um að illa geta farið fyrir sumum fyrirtækjum sem eiga viðskipti við spítalann.
Hann segir dæmi um verulega greiðsluerfiðleika fyrirtækja vegna skulda Landspítala.

Björn Zoëga, lækningaforstjóri Landspítalans, segir spítalann eiga í vanda nú eftir gott ástand fyrr á árinu en það sé vegna þess að aðrar heilbrigðisstofnanir skuldi LSH talsverða fjármuni og hafi átt í vandræðum.

Þá segir Björn verðhækkanir á lyfjum vegna gengisbreytinga skipta máli þar sem öll innkaup á lyfjum séu boðin út og útboð séu yfirleitt gengistryggð, en unnið sé að lausn á þessum málum í samvinnu við fjármálaráðuneytið.


var gaJsHost = (("https:" == document.location.protocol) ? "https://ssl." : "http://www."); document.write(unescape("%3Cscript src='" + gaJsHost + "google-analytics.com/ga.js' type='text/javascript'%3E%3C/script%3E")); var pageTracker = _gat._getTracker("UA-2112390-1"); pageTracker._initData(); pageTracker._trackPageview();

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Ææjj já svona er Ísland í dag því verður víst ekki breytt. Alla vega ekki á einum degi. Knús og klemm á þig essgan og eigðu ljúfan sunnudag.

JEG, 13.7.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Adda mín.

Þetta er til háborinnar skammar. Algjört stjórnleysi.

Verum samt keikar.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband