Björn vill nýtt aðsetur fyrir héraðsdóm


bjorn-blogg2.jpgGetLostBjörn Bjarnason dómamálaráðherra vill að stefnt sé að því að héraðsdómur Reykjavíkur fái nýtt aðsetur og hverfi frá Lækjartorgi.

Dómsmálaráðherra segir í fimmtudagsfærslu á vefsíðu sinni að reisa þurfi nýtt hús fyrir héraðsdóm, embætti ríkissaksóknara og héraðssaksóknara, auk þess sem þar yrði litið til aðstöðu fyrir millidómstig, komi það til sögunnar.

Björn fjallar um staðsetningu hérðasdóms við torgið í tengslum við opnun sýningar sem hann var viðstaddur í gestastofu vegna tónlistar- og ráðstefnuhússins, sem er að rísa við austurhöfnina í Reykjavík. Gestastofan er á 4. hæð húss við Lækjartorg og úr henni má sjá yfir hinar miklu framkvæmdir í austurhöfninni.

Einn af þeirra, sem hafa talið staðsetningu hérðasdóms við torgið óheppilega og kallað eftir líflegri starfsemi þar er Andri Snær Magnason rithöfundur, sem sagði meðal annars um hana í verðlaunatillögu sinni í hugmyndasamkeppni um miðbæ Reykjavíkur á vegum Landsbankans 2004:

gardinur-heradsdoms-laekjar.jpg“Hér er ljósmynd af gardínum sem snúa út að Lækjartorgi. Stjórnarráðið speglast í glugganum. Það skiptir engu hversu glæsilegar hugmyndir menn fá um miðbæinn og hversu mörg málþing verða haldin. Þótt Bónó og Dalai Lama kæmu með tillögur um eflingu Lækjartorgs þá er valdið í höndum þeirra sem reka Héraðsdóm Reykjavíkur. Með því að hafa dauða starfsemi á jarðhæð og draga ljótar gardínur fyrir glugga andspænis Stjórnarráðinu þá hafa menn fyrir sitt leyti gefið Lækjartorgi og mannlíf í miðbænum langt nef.

Héraðsdómur Reykjavíkur laumaðist inn í Útvegsbankahúsið þegar hann fór á hausinn. Þar sem eitt sinn var rennerí af fólki á Lækjartorgi, aðaltorgi bæjarins, lífleg starfsemi þangað sem menn áttu erindi oft í mánuði er komin þessi þunga starfsemi í hjarta, nei afsakið, hjartað er stórt, í hjarta hjarta hjarta Reykjavíkur. Þetta hús er eitt af stærstu vandamálum miðbæjarins og víti til að varast...

Eins og stendur hefur Héraðsdómur fælingarmátt. Það laðar engann að sér enda ekki tilgangur hússins. Fólk hverfur inn í þetta hús og sést síðan ekki næstu mánuði. Menn setjast ekki á tröppur hússins, steinveggir þess Austurstrætismegin taka upp sólarrými Austurstrætis, grindurnar fyrir annars fallegum gluggum gefa til kynna að eitthvað sé að óttast. Óttinn smitar viðstadda, fyllir þá hörku og löngun til að sparka í einhvern eða kasta flösku í vegginn. Þannig myndast hringrás sem viðheldur starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur. Ég er ekki bitur. Ég er ekki á skilorði en mér finnst þetta heldur dapurlegt.

Þegar ég segi fólki að það fari í taugarnar á mér að Héraðdómur Reykjavíkur hafi yfirtekið þetta fornfræga hús á þessum viðkvæma stað, þar sem ætti að vera verslun, safn, skóli, hótel, banki, veitingastaður eða einhver þjónusta sem krefst þess að hundrað eða þúsund manns skili sér inn og út um hússins dyr á hverjum degi, þá hvá menn og spyrja: Héraðsdómur Reykjavíkur? Húsið hefur gert sig ósýnilegt. þarna ættu menn að eiga erindi og á gardínuhliðinni eiga að vera opnir gluggar og fyrir innan eitthvað sem menn ættu að vilja sjá eða kaupa eða borga eða drekka. Þetta er ekki bara hugmynd, þetta er þjóðþrifaverkefni, brýn nauðsyn, fúlasta alvara. Í þessum gardínum kristallast vandi miðbæjarins. Þær eru banatilræði við mannlíf á Lækjartorgi.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Ohhh þessi "pólitík" leiðist hún ferlega. Það er allt orðið pólitíkst í dag og skiptir öllu í öllu. Ósanngjarnt.

Knús og klemm úr sveitinni.

JEG, 11.7.2008 kl. 11:20

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Adda mín.

Góður pistill og umhugsunarvirði. Veit að fólki er bannað að hafa ýmiskonar samkomur þarna vegna þess að fólkið þarf auðvita vinnufrið. Passar ekkert þarna.

Guðs blessun og góða helgi

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.7.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband