Þegar hin sextíu ára gamla Laxmi Das ákvað að leggja peningana sína inn á banka í Kalkútta vógu þeir samtals 91 kíló.
Peningarnir voru afrakstur 44 ára betls Laxmi Das á götum Kalkútta.
Upphæðin var svo stór að Laxmi var velkomið að opna reikning í bankanum og fá sitt eigið kreditkort, segir á BBC.
Das hóf að betla aðeins 16 ára gömul en það sem hún hafði sparað nam tugum þúsunda.
Enn er þó ekki alveg ljóst hversu há upphæðin var þar sem allir peningarnir voru klink og enn er verið að telja smápeninga í þúsundatali.
Systir Laxmi Das, Asha, sagð í viðtali við BBC að Das væri ákaflega sparsöm en peningana sem hún geymdi í blikkdósum á heimili sínu hafði hún ætlað að geyma til ellinnar.
Sumt af myntinni er frá árinu 61 og ekki lengur í gildi, en yfirvöld hafa sagst munu taka myntina gilda þar sem gömlu konunni veiti ekki af öllum sínum aurum.
Það var lögreglan sem ráðlagði gömlu konunni að leggja peningana á banka þar sem hún býr í skúrahverfi þar sem glæpir og rán eru daglegt brauð.
Athugasemdir
Alveg furðulegt hvað fólk getur safnað. En halló að geyma þetta svona lengi.
Knús úr sveitinni.
JEG, 9.7.2008 kl. 22:27
Já margt smátt gerir eitt stórt sagði mamma allfaf.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.7.2008 kl. 19:52
Sæl og blessuð.
Ætli við getum komist í áskrift hjá kerlu. Hún á svo mikið núna.
Kær kveðja og Guðs blessun. Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.7.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.