Rússnesk stjórnvöld hótuðu í dag að bregðast hernaðarlega við samningi Bandaríkjamanna og Tékka um uppsetningu eldflaugavarnakerfis í Austur Evrópu.
Hótun Rússa kom frá utanríkisráðuneyti þeirra rétt eftir að tilkynnt var að Condoleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði undirritað samkomulag við Tékka um að ratsjárhluti hins umdeilda eldflaugavarnakerfisins yrði settur upp í Tékklandi.
Rússar hafa jafnan sagt um kerfið að þeir álíti uppsetningu þess fjandsamlegt gagnvart þeim og sé alvarleg röskun valdajafnvægis í álfinnu.
Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins rússneska segir: Við neyðumst til að bregðast við, ekki með diplómatískum, heldur hertæknilegum aðferðum. Ráðuneytið útskýrði ekki nánar hvaða aðferðir átt væri við.
Samningaviðræður við Tékka og Pólverja um uppsetningu bandaríska eldflugavarnakerfisins hafa staðið í 14 mánuði og ætlun Rice var að undirrita samkomulagið við Pólverja í sömu ferð, sem ekki varð. Pólverjar hafa reynst harðdrægir og m.a. krafist þess að Bandaríkjamenn styrkiflugher landsins. Eldflaugarnar í kerfinu eiga að vera staðsettar þar.
Bandaríkjamenn segja kerfið eiga að vera vörn gegn elsdflaugaárásum frá Miðausturlöndum, svo sem Íran en alls ekki að beinast gegn Rússum. Áformin hafa mætt andstöðu meðal almennings í Tékklandi og Póllandi.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Sólarknús á þig essgan.
Kveðja úr sveitinni.
JEG, 9.7.2008 kl. 09:50
Sæl Adda mín.
Rússum er ekki treystandi frekar en fyrri daginn. Hugsaðu þér þegar Íslendingar voru svo blindir að trúa á Kommúnismann. Átrúnaðargoðin voru Stalín, Maó og fleiri.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.7.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.