Tim Russert þáttastjórnandi Meet the Press hjá NBC látinn, 58 ár

Errm

russert.jpgEinn vinsælasti og áhrifamesti þáttastjórnandi í bandarísku sjónvarpi, Tim Russert, lést í dag.

Russert, sem var aðeins 58 ára gamall, féll saman við vinnu sína þegar hann var að raddsetja sjónvarpsefni á skrifstofum NBC fréttastofunnar í Washington, sem hann veitti einnig forstöðu.

Þaðan hefur vikulega verið sendur út hinn vikulegi fréttskýringa- og umræðuþáttur Russerts, Meet the Press.

Banamein Russerts var að líkindum hjartaáfall. Sjúkraliðum tókst að vekja hann til meðvitundar í stutta stund en hann virðist hafa látist á leiðinni í sjúkrabílnum á spítala eða við komuna þangað. Hann var nýkominn til vinnu úr sumarfríi með fjölskyldunni á Ítalíu.

“Fréttastofa NBC verður ekki söm án sterkrar og skýrrar raddar hans,” sagði Tom Brokaw, aðalfréttaþulur NBC til margra ára þegar hann minnstist Russerts og flutti frét NBC af láti hans í dag (sjá myndskeið hér að neðan).

Russert lætur eftir sig eiginkonu og uppkominn son.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Æi, það er nú alltaf leitt þegar dagfarsprúðar hetjur úr sjónvarpi eða kvikmyndum hverfur á braut. En svona er lífið - við eigum öll eftir að fljúga þessa leið einhvern daginn. Knús á þig mín kæra og eigðu ljúfa helgarrest.

Tiger, 14.6.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 15.6.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband