Rúmlega fjögur þúsund börnum í Kína hefur verið gefið nafnið Aoyun eða Ólympíuleikar, vegna Ólympíuleikanna sem verða í Kína í ágúst.
Upplýsingastofa um persónuskilríki segir í blaðinu Peking Youth Daily að 92% af þeim 4.104 börnum sem beri þetta nafn séu drengir.
Tæplega 680 börn fengu nafnið árið 1992 þegar Peking sótti fyrst um að fá að halda leikana og önnur 553 börn fengu nafnið árið 2001, þegar tilkynnt var að Peking héldi leikana árið 2008.
Löng hefð er fyrir því í Kína að nefna börn eftir atburðum og mörg börn fengu nafnið Byggjum landið eða Verjum Kína, eftir að Kínverska alþýðulýðveldið var stofnað árið 1949.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Ótrúlegt hvað fólk er fullt af áhrifum af umhverfinu.
Iss mín börn eiga ekki fullt af alnöfnum sko.
knús úr sveitinni.
JEG, 12.6.2008 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.