Norðmenn hafa áhyggjur af umskurði afrískra kvenna í landinu!

Frown

72563205.jpg Gambísk hjón hafa verið ákærð í Noregi fyrir limlestingu á kynfærum dætra sinna sem þau létu umskera í Gambíu. Á fjórum árum hafa um 500 konur leitað til sérstakrar deildar sem rekin er fyrir umskornar konur á norsku sjúkrahúsi.

Lögreglan í Noregi segist hins vegar fá tilkynningar reglulega um umskurð á stúlkum sem framkvæmdur er í Noregi. Í samfélagi fólks af afrískum uppruna í Osló hafa lengi heyrst áhyggjur af því að afrískar stúlkur sem fæðast og alast upp í Noregi séu umskornar í landinu. Konur, sem stunda umskurð á konum og eru búsettar í Bretlandi, Hollandi og Sómalíu, munu samkvæmt upplýsingum þessa fólks ferðast reglulega til Noregs í þeim tilgangi að gera slíkar aðgerðir.

“Það er full ástæða til að taka þessar raddir alvarlega,” segir á vg.no.

“Það streyma jafnt og þétt til okkar upplýsingar um umskurð í landinu,” segir Kristin Rohde, yfirmaður sérdeildar í lögreglunni.
“Við höfum líka heyrt að fólk innan okkar eigin heilbrigðisþjónustu stundi umskurð á konum, sem okkur þykir enn alvarlegra.”

Á sjúkrahúsinu í Ullevål er sérstök deild fyrir umskornar konur. Þar hefur verið umtalsverð aukning kvenna sem leita til deildarinnar, en í allt hafa 500 konur leitað til deildarinnar sem opnaði árið 2004.

Pinch

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er alvarlegt  mál.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.6.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: JEG

Fáránlegt að þetta skuli enn vera leyft. Sjúkt. Hið alvarlegasta mál.

Knús og klemm á þig mín tvöfalda.

JEG, 9.6.2008 kl. 17:16

3 identicon

Fjölmenningin er framtíðin.

magnús (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband