Hugleiðing um skírnina.

heil og sælSmile
 
ég hef aðeins verið að velta þessu fyrir mér, skírn og fermingu.mér finnst vera viss hræsni í að bera barn til skírnar.hvað hefur ómálga barn vit á því að taka við skírnarheiti, þó það sé falleg hugsun á bak við það.ég trúi svo sannarlega á guð, en þessu er ég ekki samála með ferminguna eða skýrnina.mér finnst verið sé að taka réttinn af barninu, ef það er skírt.það ætti að vera við 12-15  ára aldur sem börn ættu að taka skírn, ef þau vilja það á annað borð.
 
Jesus-christ_1
 
Fermingin í dag snýst bara orðið um gjafir og peninga.5-6 vikum fyrir stóra daginn fara að týnast inn blöð  frá bönkum, og búðum til að seylast í vasa fermingarbarnsins, þar finnst mér hræsnin ná háum hæðumPinch.
c_documents_and_settings_compaq_my_documents_my_pictures_davi_ferming
 
sjálf er ég búinn að fæða af mér 4 börn, og 3 þeirra eru skírðHappy.4 barnið verður ekki skírt, hann fær að ráða hvort hann vil láta skíra sig þegar hann kemst til vits og ára.fólk spyr sig eflaust hvers vegna ég lét skíra hin, vegna  vana  og hefðar er  mitt svarCool.
 
megi helgin vera ykkur góð, kv adda sem er enþá veikSickAlienHalo.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Góða helgi Adda mín. Skírnin er samt falleg athöfn og fermingaraldurinn ekki slæmur því seinna er svo margt sem glepur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.4.2008 kl. 19:10

2 Smámynd: Adda bloggar

sæl jórunn mín.

skírnin er mjög falleg athöfn, því er ég samála.takk fyrir innlitið 

Adda bloggar, 19.4.2008 kl. 21:12

3 Smámynd: JEG

Já það má lengi þvæla sér upp úr pælingum varðandi skírn og fermingar. Ég á 3 börn og eru öll skírð. Hefð enda enginn í minni ætt eða "hans" sem ekki skírir börnin þannig að ég hef nú ekki verið að breita neitt.

Ég er ekkert að velta mér of mikið uppúr þessu en ég þoli ekki oftrú. Að það skuli vera kvöð og skilda að læra Kristinfræði oohh.... þetta á að vera val. Það á ekki að skilda og skikka börn í kirkjuskóla. Heldur val. Ef trúin er þvinguð uppá fólk verkar hún öfugt. Þetta er val sem við höfum og virkar best ef við tökum ákvörðunina sjálf.

Uss já já það er nú það ég er farin að bulla full mikið núna. Knús og kvitt frá mér.Wakka Wakka

JEG, 19.4.2008 kl. 22:07

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Adda mín. Veit ekki hvort þú varst búin að sjá færsluna mína um Barnaskírn - Niðurdýfingarskírn.

Slóðin er: http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/431763/#comments

Það er hvergi minnst á barnaskírn í Biblíunni og ræði ég það þarna og eins í ritgerðinni um Kristnitökuna. Árið 1000 þegar ákveðið var að íslensk þjóð tæki kristna trú þá veigruðu menn sér við að taka skírn því vatnið var svo kalt. Hefðu þetta verið fáeinir dropar hefði enginn fullorðinn karlmaður veigrað sér undan skírninni. Þessu var breytt löngu síðar.

Foreldrar eru að taka ákvörðun fyrir barnið sitt að það á að verða kristið og á 19 öld trúði fólk því að barnið færi ekki til Jesú ef það náðist ekki að skíra það. Ef einhver fer heim til Jesú er það börnin sem eru hrein og saklaus.

Ég hef ekkert á móti fermingunni ef krakkarnir eru virkilega að taka ákvörðun að fylgja Jesú en því miður eru það ekki margir. Svo er þetta auðvita komið út í öfgar með kostnað. Því miður tekur fólk ákvörðun með skírnina af því að allir aðrir skíra börnin sín og þetta á einnig við um ferminguna. Ég þrái að sjá breytingar, að fermingarbörnin séu að taka ákvörðun að fylgja Jesú og gera hann að leiðtoga lífs síns  og að þá sé meining á bak við ákvörðunina.

Ég skal muna eftir þér á morgunn þegar litli hópurinn hittist.

Guð blessi þig og lækni ykkur Kristófer.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.4.2008 kl. 00:26

5 Smámynd: Brynja skordal

innlitskvitt hafðu ljúfa viku

Brynja skordal, 21.4.2008 kl. 12:44

6 identicon

hvort er meiri hræsni, það er spurningin . Legðu þessa spurningu fyrir sjálfa þig og svaraðu henni af hreinskilni, svarið kemur þér örugglega á óvart.

xþ (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband