gleðilega páska kæru vinir....

vildi óska ykkur öllum þarna úti gleðilegra páskaHeart.hef ekki getað bloggað mikið síðustu daga, fékk einhverja magapestCrying.finn bara ágætlega til og vona að þetta taki fljótt afUndecidedGetLost.
megi þið eiga góða páska.adda
 
 
Ég kveiki á kertum mínum.
 

Ég kveyki á kertum mínum 
við krossins helga tré.
  Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.

Í gegnum móðu' og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.

Þín braut er þyrnum þakin,
hver þyrnir falskur koss.
Ég sé þig negldan nakinn
sem níðing upp á kross.
Ég sé þig hæddan hanga
á Hausaskeljastað.-
Þann lausnardaginn langa
var líf þitt fullkomnað.

Að kofa og konungshöllum
þú kemur einn á ferð.
Þú grætur yfir öllum
og allra syndir berð.
Þú veist er veikir kalla
á vin að leiða sig.
Þú sérð og elskar alla,
þó allir svíki þig.

Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.

Davíð Stefánsson
 
 
 
 
 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

sömuleiðis til þin kristjana mín

Adda bloggar, 23.3.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl Adda mín
Gleðilega páska.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2008 kl. 20:37

3 Smámynd: Anna Mae Cathcart-Jones

fallegt ljóð

Anna Mae Cathcart-Jones, 23.3.2008 kl. 21:06

4 identicon

Gleðilega páska !  Takk fyrir kvittið. Kvitt úr sveitinni.

Melafrúin (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 01:16

5 identicon

Hvað með peysuna?

mamma (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 14:42

6 Smámynd: Tiger

 Bunny Face Okok, páskarnir löngu liðnir svo ég vona bara að þú sért orðin góð til heilsunnar og óska þér bara góðrar viku ljúfust..





Tiger, 25.3.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband