Endurkoma Björns Inga í Borgina!

heil og sæl bloggveröld.
 
var að lesa 2 áhugaverð blogg rétt í þessu og ákvað að deila því með ykkurWhistlingSideways.
það fyrra er blogg Björns Inga og um hugsanlegan flutning hans yfir í ráðhúsið aftur, en hann segir á blogginu sínu"

Á stuttum tíma hefur ótrúlega mikið gengið á í lífi alls þessa fólks. Og flestir telja að enn eigi óskaplega mikið eftir að ganga á, jafnvel eru uppi efasemdir um að nýr meirihluti sé ekki á vetur setjandi.

Hvað gerist þá? Ekki verður kosið aftur, kjörtímabilið er fjögur ár og því verður ekki breytt.

Það er eitthvað sem segir mér, að kannski eigi ég eftir að snúa aftur í Ráðhúsið fljótlega með dótið mitt. Kannski fyrr en nokkurn grunar"meira um það hér

Bjorn_Ingi250p

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar Björn Ingi sprengdi samstarfið í loft upp við xd, þá framdi hann í raun pólitíkst sjálfsmorð.og ekki var hann að bæta með því að koma ekki hreinnt fram í fjölmiðlumWhistling.

 svo mæli ég með bloggi Össurar alveg frábær penni þar á ferð!smá færsla úr bloggi Össurar, "

Sjálfstæðismenn eru engir kjánar, og fregnir á eyjan.is af margreknum ástarjátningum Davíðs Oddssonar í tveimur ræðum í afmæli hans á dögunum sýna, að reyndir menn eru að hugsa með borgarfulltrúunum. Þeir vita auðvitað, að Ólafi F. Magnússyni er síst treystandi allra manna til langferðalags í pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka alltaf haft ábyrgðartilfinningu, og hann mun varla leggja það á borgarbúa að sitja lengi uppi með borgarstjórn sem er með forsvarsmann sem enginn treystir, og borgarbúar hlægja að, og getur þar að auki hvenær sem er getur sprungið af minnsta tilefni"

ossi

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
ég er ansi hrædd um að Björn Ingi hafi gert á sig, þarna um árið.Mitt atkvæði vegur kannski ekki þungt, en hvers eiga borgarbúar að gjalda?
 
nóg um það kv addaSmile.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ. Þetta er nú alveg ágætis mynd af Birni Inga sem þú hefur fundið til að hafa á bloggið þitt. Hann hefur ekkert verið í Júdasar ham þarna en fötin eru fín og kannski greidd af styrkþegum.  Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.1.2008 kl. 18:06

2 identicon

Alveg með eindæmum hvað Össur er góður bloggari.  Kíktu á bloggin hans þegar meirihlutinn í Rek. féll í haust.  Ég gat ekki betur skilið þegar ég las þá skrif Össurar að hann nánast liti á Binga sem einn stórkostlegasta unga stjórnmálamann sem Ísland hefði litið um langt árabil.  Nú um daginn óskaði hann Binga velkominn í Samfylkinguna.

AD (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 20:08

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kvitt Adda mín. Á þessum velli er ég ekki sterk.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.1.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband