Landhelgisgæslan til skammar!!

Slasaður sjómaður á Austfjarðamiðum kvaldist klukkustundum saman eftir að Gæslan hafnaði beiðni um þyrluútkall. Hneyksli, að þyrlurnar standi ónotaðar og séu allar á höfuðborgarsvæðinu, segir læknir.

Í fyrrinótt skarst sjómaður illa á hendi í flökunarvél um borð í frystitogaranum Hrafni GK 111, úti fyrir Austfjörðum. Hann missti hluta af fingri og var beðið um þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þeirri bón var neitað og var ákveðið að sigla Hrafni til Fáskrúðsfjarðar. Siglingin í land tók um sex klukkustundir og þá tók við hálftíma flug til Akureyrar þar sem gerð var aðgerð á hinum slasaða. Ekki tókst að græða bútinn á fingurinn.

Bergþór Gunnlaugsson, skipstjóri á Hrafni GK-111, lýsir óánægju með að Landhelgisgæslan hafi ekki sent þyrlu á vettvang.

tekið af visir.is

ég sem íslendingur skammast mín fyrir þyrlugæslu íslands, sem lætur fólk pínast að óþörfu.að mínu mati ætti að endurskoða starfsreglur gæslunnar alvarlega!Við landsmenn treystum á þjónustu þyrlunnar, til að bregðast við slysum á landi og sjó.frá mínu sjónarhorni er það ekki hægt lengur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

gæti ekki verið meira samála valli minn.góða helgi

Adda bloggar, 11.1.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ósköp er að heyra þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.1.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband