2007-06-09
til minningar +
OG SVO ER HLJÓTT
Hvernig stóð á því
að loginn slokknaði svo fljótt
og kólguský dró fyrir sól ?
Stórt er spurt, en svarafátt.
Stundum virðist allt svo kalt og grátt.
Þá er gott að ylja sér við minninganna glóð,
lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð.
En það er ótrúlegt
hve vindur getur snúist alveg ofurskjótt.
Og svo er hljótt.
Allt sem var og allt sem er.
Eftirleiðis annar heimur hér.
Það er sagt að tíminn muni græða hjartasár.
En sársaukinn þó hverfur tæpast alveg næstu ár.
Ó, þau sakna þín.
En þau þakka fyrir það að hafa þó fengið að
eiga með þér þetta líf.
Því fær enginn breytt sem orðið er.
Og öll við verðum yfirleitt að taka því
sem að ber að höndum hér.
Sama lögmálið hjá mér og þér.
En það er gott að ylja sér við minninganna glóð,
lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð.
Ó, þau sakna þín.
En þau þakka fyrir það að hafa þó fengið að
eiga með þér þetta líf.
til minningar um ástu lovísu og lóu blómarós
guð blessi minningu þeirra.
ég las oft bloggin þeirra og þær voru báðar ótrúlega hetjur.missir vina og fjölskyldna þeirra er óbærileg, megi guð græða sárin.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Guð blessi minningu þeirra.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.6.2007 kl. 21:57
votta fjölskyldum þeirra samúð mina..
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 20:55
Æðislegt ljóð! Það er viðeigandi fyrir hetju eins og Ástu Lovísu!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.6.2007 kl. 19:58
Fallegega skrifað hjá þér. Fannst það hreint út sag sjokkerandi að heyra að nú væri hú látin. Guð varðveiti hana í sínum elskandi faðmi.
Bryndís Böðvarsdóttir, 18.6.2007 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.