Virkjunarmál!

ég vona að þið hafið öll átt góða helgi.við hér í laugatúni höfðum það gott, og fengum líka gest til næturgistingarLoL.mig langar aðeins að minnast á virkjanir, tek það fram að ég veit mjög litið um þessi mál.mér var sagt að það ætti að fara að virkja í skagafirði(fyrir húsavík).ég vona að staðurinn sem hefur verið í umræðunni detti ut.það væri hræðileg náttúru spilling ef það yrði gert.þessi staður nefnist merkigil í vesturdal/austurdal, þarna er mjög stórbrotin fegurð og vart hægt að lýsa því nema fólk heimsæki staðinn!Bærinn Merkigil á sér langa sögu, eins aðrir bæir sem ég ætla ekki að útlista.Þegar ég kom þarna í 1 skipti varð ég alveg heilluð af fegurðinni, og af hrikalegum giljunum þar sem áin fossar fram.Ég reyni altaf að komast þangað einu sinni að sumri helst oftar, og fer þá báðum megin, austur og vesturdal.Mikið vona ég að þessar framhvæmdir verði ekki!Það yrði mikið skemmdarverk á nátturu Skagafjarðar!!Þessi sveit og dalir eiga sér mikla sögu, og það væri hræðilegt og sorglegt ef það færi undir vatnCrying.ég mun styðja þann flokk sem mun rísa á móti þessum framhvæmdum!
 
bestu kv adda 
 
 
2003_0708_125943
 2003_0708_125929
 
 
 2003_0710_103459
 
 
Austurdalur. 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið eru myndirnar fallegar. Veit of lítið um málið en segi kvitt Adda mín. skal huga um það.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.4.2007 kl. 22:30

2 identicon

Hvað vill fólkið sem býr þarna? Vantar ekki atvinnu svo það verði ekki brottflutningar.  Nú er ég ekki inn í málunum hjá þessu fólki, en ef það á að koma í veg fyrir stóriðju þarf að koma með fullt af góðum hugmyndum sem hjálpa fólki til að hafa næga vinnu.  Ég er alveg á báðum áttum þegar talað er um þessi virkjana mál.  Hef bæði áhuga á náttúrunni, en ég vil líka að fólk geti fengið vinnu þar sem það býr.  Er það ekki líka hræðilegt ef heilu bæjarfélögin byrja að leggjast í eyði? Ég hef aldrei komið þarna svo ég get auðvitað alls ekki fundið þessar sömu tilfinningar og þú, en ég vil endilega fá að heyra í fólkinu sem þarna býr og vita hvað það vill gera í málinu.  Ef það er á móti þessu, þá er ég það líka.  En auðvitað getum við ekki bara reyst álver út um allt land, það vantar aðrar og betri hugmyndir til að halda bæjarfélögunum gangandi. 

Hildur Sif Helgadóttir (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband