2007-04-02
Gleðilega páska elskurnar
og þakka ykkur fyrir kveðjurnar með hann Egil minn, sem verður 9 ára á morgun.Mér finnst tíminn hafa liðið ótrúlega hratt frá því ég fékk hann fyrst í fangið þessa elsku, hann gaf mér svo margt til baka sem ég get aldrei launað, lífið sjálft.Við erum búinn að vera í æðislegu fríi fyrir austan og verðum 10 daga en, við höfum líka verið heppinn með veður, en verið líka kannski svolitið löt.Ég bjóst nú ekki við að komast á netið í fríinu, en þetta var gaman að detta svona inn.Við hjónin keyrðum á Fáskrúðsfjörð í gær, og keyrðum gömlu leiðina til baka, mikið var það fallegt, Skrúður sjálfur og há fjöllin, stórbrotin ströndin.Ég stefni á Seyðisfjörð í dagsheimsókn til vinarfólks, og kannski ég komi við á Egilstöðum líka.Ég óska ykkur öllum gleðilegra páska, bloggvinum og vandamönnum, megi þið hafa gott frí.Og pabbi minn ef þú lest þetta, þá er ég að fara að gera þig af afa í 4 sinn.Bestu kveðjur Adda......................
Athugasemdir
Gleðilega páska og til hamingju með afmæli Egils. Egill til hamingju.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.4.2007 kl. 19:39
Gleðilega páska og innilega til hamingju með Egill og með væntanlegt barn knús og klemm
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 6.4.2007 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.