2007-02-24
Kæru bloggvinir og aðrir =)
ég vildi bara óska ykkur öllum góðrar helgar, og vona að þið munið hafa það gott og cosy
Annars er gott að frétta af okkur öllum.yngsti prinsinn er að ná úr sér lungnabólgunni og ég held barasta að ég fylgi honum eftir.(hehe við erum á sömum lyfjunum við bólgunni í lungunum).Hér er allt á snjóa á kaf og ég var farinn að hlakka svo til að skreppa inn á Hrafnagil með krakkana mína í sund(mæli með henni)en ég legg ekki í það út af öllum snjónum
ég vona samt að snjórinn fari fljótlega, ég er ekki meiri íslendingur en það
En við fórum í sund á Hrafnagili fyrir 2 dögum síðan, þá var snjólaust og hiti
það var allveg geggjað að fara.laugin var æðisleg og potturinn líka, svo skelltum við junior okkur í rennibrautina og það var geðveikt
mér leið eins og 9 ára telpukorni aftur hehe






jæja þá er ekkert fleira að segja nema góða helgi með kv úr Laugatúninu

Athugasemdir
Gaman að heyra að þú getir leikið eins og 9 ára telpukorn. svona á þetta að vera. Hafið það gott yfir helgina og ævinlega.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.2.2007 kl. 14:02
takk min kæra jórunn.veistu að langamma mín hét Jórunn, þess vegna finnst mér svo vænt um nafnið þitt
Adda bloggar, 24.2.2007 kl. 14:10
Góða helgi, sömuleiðis! Skil þig mætavel með snjóinn, hann tilheyrir um jólin og á jólakortum en getur stundum verið pirrandi þess á milli. Ekki get ég kvartað, hér á Skaga er snjólaust en nokkuð kalt á meðan þú þarft að hanga í þessum líka snjó! Eigðu frábæra helgi ... og góðan bata til fjölskyldunnar!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.2.2007 kl. 18:04
Ég þori ekki lengur í rennibrautir. Annað hvort mjakast ég eins og múrmeldýr í hægagangi niður og teppi alla þá sem á eftir koma. Eða þá að ég skýst svo hratt í gegn að ég slæ hausnum við brautarendann um leið og ég poppa í niður í vatnið og mara þar hálfrotuð í kafi.
Svava frá Strandbergi , 24.2.2007 kl. 23:03
kvitt :) og sömuleiðis þótt helgin sé búin
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.