Staðgöngumeðganga vekur upp siðferðislegar spurningar - má aldrei verða atvinnuvegur

pregnancy-photo-4.jpgUmræða hefur verið í gangi um svokallaðar staðgöngumæður, en íslensk lög leyfa ekki að kona gangi með og ali barn, sem getið er af öðru fólki með tæknifrjóvgun, og láti barnið af hendi strax eftir fæðingu.
Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir í Morgunblaðinu í dag að
Landlæknisembætið sé hlynnt því að möguleikinn verði skoðaður. Umræða um þessi mál eigi þó alveg eftir að fara fram hér á landi.

Matthías segir að hugmyndin um staðgöngumæðrun veki margar siðferðislega spurningar sem þurfi að skoða í kjölinn áður en slík meðganga yrði leyfð á Íslandi.
Staðgöngumæður þurfi mikinn undirbúning, bæði líkamlega og andlega, svo öllum sé ljóst að hverju þeir gangi.

Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að ef greitt verður fyrir meðgöngu staðgöngumóður geti það orðið til þess að efnaminni konur gerist staðgöngumæður til að afla sér fjár.

Matthías varar við að meðganga megi ekki verða atvinnuvegur og telur því betra að staðgöngumæður séu nákomnar verðandi foreldrum.
Eðlilegt sé þó að greiða staðgögumóður vinnutap og kostnaðinn sem hlýst af því að vera staðgöngumóðir.

Mikil fyrirhöfn sé að ganga með barn og alltaf viss áhætta svo ástæða sé til að skilgreina í lögum hver eigi rétt á fæðingarorlofi, svo eitthvað sé nefnt,  sé barn getið með aðstoð staðgöngumóður.

tekið af eyjan.is

hvað segir þú þetta kæri lesandi?Fróðlegt væri að fá þína umsögn um málið í atugasemdum á síðunni.Ég óska eftir málefnalegri umræðu án dónaskapsSmile.

kv adda laufey


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hætt við að einhverjir reyni að hafa peninga út úr þessu.Ég persónulega er svo eigingjörn að ég mundi ekki geta afhennt öðrum barn sem ég bæri undir belti í 9 mánuði,eins og ég hefði verið að geyma eitthvað í geymslu fyrir aðra.Það yrði mitt barn.Ég mundi ekki geta gefið egg einu sinni.Það yrði alltaf mitt egg.En við erum misjöfn og margar hliðar eru á þessu máli.Sumir aðrir færu létt með þetta.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:30

2 identicon

Sæl Adda Laufey.

 Ég tek áskorunninni, en satt best að segja er þetta svo nýtt,  allavega í mín eyru. Eitt er þó víst.............þetta er afar  viðkvæmt mál fyrir alla sem kæmu að svona máli .

Ég er hræddastur um að tilfingingatengsl geti orðið "Greiðanum yfirsterkari" og hvað þá?   þó það sé búið að fast setja alla samninga gagnvart báðum aðilum.

Viðvíkjandi borgun "VERÐUR ALDREI" hægt að koma í veg fyrir það. Það er hægt að borga á svo marga vegu framhjá kerfi og fólki að illmögulegt sé að rekja það.         Jú. það er hugsanlegt og meiri líkur en minni á að konur í fjárþörf sæktust eftir þessu staðgengilshlutverki,

Ég get nú eiginlega ekki tekið afstöðu svona 1,2 og 3 en ég ætla að fylgjast með og skoða þetta betur.

Vertu sæl að sinni

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 15:47

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Sæl, ég er 5 barna faðir (6. á leiðinni) og held ég taki sama pól í hæðina og Birna og Þórarinn: Ég sé það fyrir mér sem vandamál hve sterk tilfinningatengsl myndast milli móður og barns á meðgöngunni.  Tilfinningatengsl sem eru nauðsynlegur jarðvegur fyrir eðlilega tilfinningamyndun og þroska beggja aðila.  Ég held að það sé ekki bara estrogenskortur hjá mér að eiga erfitt að ímynda mér að bera barn undir belti sem ég mætti ekki (sjálfs mín vegna) bera eðlilegar tilfinningar til.  Held að auki að þetta hafi ekkert með eigingirni að gera.  Þó get ég mjög vel skilið neyð þeirra barnlausu og þrá eftir barni, sé ég þessa lausn samt sem vandamál.

Ragnar Kristján Gestsson, 16.9.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég veit nú eiginlega ekki hvað á að segja við þessu, og hef ekki alveg myndað mér skoðun á þessu. En ég læt vita þegar ég loks kemst að niðurstöðu. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.9.2008 kl. 12:33

5 Smámynd: Linda

ég man eftir sorgarsögum sem tengjast staðgöngumæðrum í BNA, þær skiptu um skoðun og vildu fá börnin og úr því urðu leiðinda mál, eins og þú getur rétt ímyndað þér.  Ég er ekki viss hvar ég stend þegar það kemur að þessu málefni, en ég get þó sagt að okkur ber að fara ofurvarlega og skipuleggja þetta vel, lagalega séð.

Knús og kv.

Linda

Linda, 17.9.2008 kl. 16:51

6 identicon

Ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta sé mjög erfitt mál. Horfðu t.d. á myndina Juno sem fjallar um unga stúlku sem verður ólétt og hefur löngu ákveðið að "láta frá sér" barnið. Það er engin staðgöngumóðir þarna... en það er vitað allan tímann að stúlkan mun láta barnið frá sér. Það fer auðvitað eftir viljastyrk og persónu hvers og eins hvernig svona gengur. Jújú, við getum sosum ímyndað okkur um að efnaminni konur muni nota þetta sem tekjuöflun... en er þá eitthvað að því, svo lengi sem allir eru heilbrigðir?

Þetta hljómar svolítið "mellulega" en það er búið að "kaupa/leigja" líkamann þinn ef þú ætlar að verða staðgöngumóðir fyrir aðra. Og skv. undirskriftum og allt það formlega, þá leikur enginn vafi á því hver "fái barnið" þegar það kemur í heiminn. Horfðu líka á "Friends" þættina í fjórðu og fimmtu seríu, þar sem Phoebe gengur með börn bróður síns og konu hans. Auðvitað var það erfitt fyrir hana að "láta frá sér" börnin, en hún kemur til með að skilja líka sálarlíf verðandi foreldranna.

En þetta eru svona fyrstu drög hjá mér ... afar erfitt að fara út í nákvæma ræðu núna.

Sendi þér líka kærar og hlýjar kveðjur - og vona að heilsan og bakið sé í batnandi málum!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:44

7 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

kæra Adda, áhugavert efni sem ég ætla ad lesa meira um seinna. En takkf  fyrir ad vilja vera bloggvinkona, og takk fyrir commentid hjá mér.  Vid skrifumst... kær kvedja frá Frederikssund.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 19.9.2008 kl. 19:28

8 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Hæ. Ég man alltaf eftir bíómynd sem ég reyndar man ekki hvað heitir, en þegar þetta er nefnt þá kemur hún upp í hugann. Þar varð heilmikið mál úr þessu vegna þess hve sterk tengsl konan myndaði við barnið. Ég held að það geti verið erfitt fyrir konu, sérstaklega ef hún hefur ekki átt barn áður, að meta allt hormónaflæðið + tilfinningatengslin vegna hreyfinga barns o.s.frv. Gæti farið illa og endað með því að meðgöngumamman endi hreinlega á geðdeild vegna tilfinningalegs áfalls.

Er því vand með farið.

Bryndís Böðvarsdóttir, 19.9.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband