Var með sofandi leðurblöku í brjóstahaldaranum í fjóra tíma

Shocking

bat.jpgAbbie Hawkins, 19 ára stúlku frá Norwich, brá heldur í brún þegar hún uppgötvaði að leðurblaka hafði hreiðrað um sig í brjóstahaldaranum hennar.

Leðurblakan hafði sofið í brjóstahaldara Hawkins í fjóra tíma áður en hún uppgötvaði hana.

“Það var greinilegt að leðurblökunni, sem var bara ungi, leið vel og ég var með hálfgert samviskubit að vekja hana,” sagði Hawkins, sem sat við skrifborðið í vinnu sinni þegar hún varð vör við einkennilega hreyfingu innanklæða.

Leðurblökuunginn flúði undir skrifborðið en Hawkins sagðist hafa titrað frá hvirfli til ilja.

“Ég hafði fundið fyrir léttum titringi á leið í vinnuna en hélt það væri gemsinn minn í jakkavasanum, ” sagði hún. “Ég tók ekki eftir neinu þegar ég fór í brjóstahaldarann. Ég tók hann úr þurrkaranum en ég hafði fengið mér í glas kvöldinu áður og var að verða of sein.”
Vinnufélagi Hawkins náði leðurblökuunganum og sleppti honum út í náttúruna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Adda mín.

Hefði ekki viljað lenda í þessari reynslu. Greinilegt að stúlkan var eitthvað utan við sig um morguninn en að kvikindið hefði verið þarna svona lengi skil ég nú ekki.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.7.2008 kl. 17:49

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ja, hérna. Bestu kveðjur Adda mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.7.2008 kl. 17:53

3 Smámynd: JEG

Hahaha já eimitt . Ætti ekki annað eftir en að fatta ekki neitt svona.

Knús úr sveitinni.

JEG, 9.7.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband