Paul Ramses í Kastljósi: Sannfærður um að hann verði drepinn í Kenya

W00t

paul-ramses-kastljos.jpgKastljós ræddi í gærkvöldi við Paul Ramses, sem var vísað úr landi í síðustu viku eftir að Útlendingastofnun hafnaði því að beiðni hans um að hæli sem flóttamaður hér á landi væri tekin fyrir á Íslandi.

Ramses, sem á eiginkonu og nýfætt barn sem stödd eru hér á landi, sagðist í Kastljósviðtalinu sannfærður um að hann yrði drepinn væri hann sendur aftur til Kenya. Hann sagðist vita að hann myndi lenda í höndunum á miskunarlausum stjórnvöldum og það yrðu endalokin. Hann gæti þá kvatt konu sína og litla drenginn þeirra. Hann myndi hverfa jafnskjótt og hann lenti á flugvellinum ef vitað væri að verið væri að senda hann til baka.

Ramses sagði meðal annars að þessa dagana væru að finnast yfir 500 lík í skógi í nágrenni Nairobi, sem flest væru af andstæðingum Mwai Kibakis, forseta landsins, sem nú réði herafla og öryggismálum landsins, en um þetta væri ekkert fjallað. Ramses er stuðningsmaður Raila Odingas, umdeilds mótframbjóðanda Kibakis í forsetakosningunum í landinu í byrjun þessa árs. Þeir Kibaki og Odinga fara nú saman fyrir samsteypustjórn sem mynduð var til að sætta stríðandi öfl í landinu, sem höfðu tekist á í blóðugum bardögum í kjölfar kosninganna.

Allsherjarnefnd Alþingis fjallar um mál Ramses á fundi sínum í dag.

Lögmaður Paul Ramses, Katrín Theodórsdóttir, sem ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna afgreiðslu málsins, sagði í þættinum að hún gæfi lítið fyrir svör setts forstjóra Útlendingastofnunar, Hauks Guðmundssonar í Kastljósi föstudaginn. Haukur sagði meðal annars að undanþágubeiðni Pauls hefði ekki verið tekin fyrir vegna ólöglegrar stöðu eiginkonu hans hér á landi. Katrín sagði það einfaldlega rangt. Eiginkonan hafi verið löglega hér á landi þegar beiðnin var lögð fram. Afgreiðsla málsins hafi hinsvegar tafist hjá útlendingastofnun.

Hún telur að vegna þess að Paul er giftur maður og á barn sem fæddist hér á landi, verði að meðhöndla mál fjölskyldunnar allrar. Eins sé rétt að skoða málið með tilliti til barns þeirra, Fidels Smára, sem fæddist á Íslandi fyrir rúmlega sex vikum. Samkvæmt barnalögum og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi barnið meðal annars rétt á samvistum við báða foreldra.

Umfjöllunin í Kasljósi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Knúsikvitt á þig mín kæra. Og kveðja úr sveitinni.

JEG, 8.7.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl elsku Adda mín.

Þakka þér fyrir þennan frábæra pistill. Ætla að vísa á hann í blogginu mínu þar sem ég fjalla um sama mál og eru færslurnar orðnar tvær.

Nú er fundur í Allsherjarnefnd á Alþingi og ég trúi því að mál Paul, Rosemary og sonar þeirra fái farsælan endi. Þau vilja búa með okkur sem er heiður fyrir okkur. Ég trúi að þau verði mikil blessun fyrir okkur.

Ég trúi því líka að þau fyrirgefa forráðamönnum þessa lands sem tóku þessa viðurstyggilega ákvörðun að senda Paul úr landi út í opinn dauðann.

Guð blessi þig og þína.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband